Kvikur pallíettufoss á gafli húss 26. október 2006 11:15 Theresa Himmer fyrir framan verk sitt, Sequinfall, í miðborg Reykjavíkur. Ung kona sem hér hefur starfað um hríð tekur þátt í vakningu myndlistarmanna þessa dagana með óvenjulegum hætti. Hún hefur gert veggmynd á gaflinn á Bankastræti 6 úr pallíettum. Verkið kallar Theresa Himmer Sequinfall og vísar þar til vakningarhátíðar starfssystkina sinna Sequences. Theresa hefur dvalið hér frá því vorið 2005 og starfar á Studio Granda. Hún er menntaður arkitekt frá Arkitektaskólanum í Árósum og lagði þar stund á tilraunir í byggingarlist og landslagshönnun. Verkið vísar beint í íslenska hefð í myndlist, fossamyndirnar. Það er gert úr skrautefni sem oftast er notað í skartklæði kvenna og leikhúsfólks, glitplötur hringlaga sem þekktastar eru undir alþjóðlega heitinu, pallíettur. Hún hefur fest 13.500 slíkar á nagla á gafl í miðborg Reykjavíkur en undir er óhrjálegur steinveggur með veggjakroti. Þegar vind hrærir verður fossmyndin á veggnum lifandi. Í tilkynningu frá Sequences er vakin athygli á að efnið er í raun í andstöðu við það náttúrulega fyrirbæri sem myndin dregur fram á alls ólíklegum stað: hráefnið er úr plasti í miðri borg á ókræsilegum gafli. Þessi gervifoss er á stöðugri hreyfingu, næstum lifandi, eins og náttúran sjálf. Vakning myndlistarmanna hefur á hátíðinni sótt inn á opinber svæði með áköfum og upplýsandi hætti. Verk Theresu er þar engin undantekning og verður vísast vegfarendum gleðigjafi meðan það er uppi. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ung kona sem hér hefur starfað um hríð tekur þátt í vakningu myndlistarmanna þessa dagana með óvenjulegum hætti. Hún hefur gert veggmynd á gaflinn á Bankastræti 6 úr pallíettum. Verkið kallar Theresa Himmer Sequinfall og vísar þar til vakningarhátíðar starfssystkina sinna Sequences. Theresa hefur dvalið hér frá því vorið 2005 og starfar á Studio Granda. Hún er menntaður arkitekt frá Arkitektaskólanum í Árósum og lagði þar stund á tilraunir í byggingarlist og landslagshönnun. Verkið vísar beint í íslenska hefð í myndlist, fossamyndirnar. Það er gert úr skrautefni sem oftast er notað í skartklæði kvenna og leikhúsfólks, glitplötur hringlaga sem þekktastar eru undir alþjóðlega heitinu, pallíettur. Hún hefur fest 13.500 slíkar á nagla á gafl í miðborg Reykjavíkur en undir er óhrjálegur steinveggur með veggjakroti. Þegar vind hrærir verður fossmyndin á veggnum lifandi. Í tilkynningu frá Sequences er vakin athygli á að efnið er í raun í andstöðu við það náttúrulega fyrirbæri sem myndin dregur fram á alls ólíklegum stað: hráefnið er úr plasti í miðri borg á ókræsilegum gafli. Þessi gervifoss er á stöðugri hreyfingu, næstum lifandi, eins og náttúran sjálf. Vakning myndlistarmanna hefur á hátíðinni sótt inn á opinber svæði með áköfum og upplýsandi hætti. Verk Theresu er þar engin undantekning og verður vísast vegfarendum gleðigjafi meðan það er uppi.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira