Real Madrid sigraði í risaslagnum 23. október 2006 13:00 sætur sigur Real Madrid vann sætan sigur á Barcelona í gær en hér má sjá Guti horfa á þegar Robinho faðmar gulldrenginn Raul að sér. MYND/nordic photos/afp Það var sannkallaður risaslagur í spænska boltanum í gær þegar Real Madrid tók á móti Barcelona og bar sigur úr býtum, 2-0, í skemmtilegum knattspyrnuleik. Madrídingar fengu sannkallaða óskabyrjun á Santiago Bernabéu en þeir komust yfir strax á þriðju mínútu þegar gulldrengurinn Raul skoraði. Hitt markið kom þegar sex mínútur voru búnar af seinni hálfleik en þá var það hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem náði að skora eftir sendingu frá brasilíska leikmanninum Robinho sem átti stórleik í gær. Þetta var fyrsti tapleikur Börsunga í deildinni á þessu tímabili en eftir leiki helgarinnar er Real Madrid aðeins tveimur stigum á eftir þeim. Eiður Smári Guðjohnsen hélt sæti sínu í byrjunarliði Barcelona og fékk hann dauðafæri til að jafna metin eftir fyrsta mark heimamanna. Lionel Messi renndi þá boltanum á Eið sem var í draumafæri sóknarmannsins en hitti ekki rammann og skot hans framhjá. Real Madrid byrjaði leikinn mun betur og Raul átti sláarskot snemma leiks. Seinni hluta fyrri hálfleiks náði Barcelona að komast inn í leikinn og var betra liðið fram að hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiksins fékk það síðan blauta tusku í andlitið þegar Nistelrooy bætti öðru marki við fyrir Madrídinga og brekkan orðin ansi brött fyrir gestina. Eiður var tekinn af leikvelli þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Argentínumaðurinn Javier Saviola kom inn á fyrir hann. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir fékk Messi gott færi til að minnka muninn en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Strax á eftir fengu heimamenn færi hinumegin en þá varði Victor Valdez vel frá Nistelrooy. Sá hollenski lét lítið á sér bera í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari var hann nánast allt í öllu í sóknarleik Real liðsins. Góð tíðindi fyrir liðið að hann sé að hrökkva í gang eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu. David Beckham kom inn sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en þessi fyrrum fyrirliði enska landsliðsins viðurkenndi það í viðtali í gær að vera orðinn frekar pirraður á bekkjarsetunni hjá Real Madrid. Beckham var sparkað úr enska landsliðshópnum þegar Steve McClaren tók við liðinu og hefur lítið fengið að spila hjá Real síðan Fabio Capello tók við stjórnartaumunum. Það fer virkilega í taugarnar á mér sem fótboltamanni að vera hvorki að spila fyrir þjóð mína né félagslið. Ég vil ekki enda minn feril sem varamaður, sagði Beckham en þrátt fyrir að vera geymdur á varamannabekknum er hann að ræða við Real Madrid um nýjan samning. Þetta er annar tapleikur Barcelona í röð en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Greinilegt er að kamerúnska sóknarmannsins Samuels Eto"o er sárt saknað hjá Spánarmeisturunum. Næsti leikur liðsins er gegn Recreativo Huelva um næstu helgi og er það algjör skylda fyrir það að landa sigri þar. Valencia jafnaði Barcelona að stigum um helgina en bæði lið hafa sextán stig á toppi deildarinnar. Sevilla hefur fimmtán stig og svo koma Real Madrid og Deportivo La Coruna með fjórtán. Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Það var sannkallaður risaslagur í spænska boltanum í gær þegar Real Madrid tók á móti Barcelona og bar sigur úr býtum, 2-0, í skemmtilegum knattspyrnuleik. Madrídingar fengu sannkallaða óskabyrjun á Santiago Bernabéu en þeir komust yfir strax á þriðju mínútu þegar gulldrengurinn Raul skoraði. Hitt markið kom þegar sex mínútur voru búnar af seinni hálfleik en þá var það hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem náði að skora eftir sendingu frá brasilíska leikmanninum Robinho sem átti stórleik í gær. Þetta var fyrsti tapleikur Börsunga í deildinni á þessu tímabili en eftir leiki helgarinnar er Real Madrid aðeins tveimur stigum á eftir þeim. Eiður Smári Guðjohnsen hélt sæti sínu í byrjunarliði Barcelona og fékk hann dauðafæri til að jafna metin eftir fyrsta mark heimamanna. Lionel Messi renndi þá boltanum á Eið sem var í draumafæri sóknarmannsins en hitti ekki rammann og skot hans framhjá. Real Madrid byrjaði leikinn mun betur og Raul átti sláarskot snemma leiks. Seinni hluta fyrri hálfleiks náði Barcelona að komast inn í leikinn og var betra liðið fram að hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiksins fékk það síðan blauta tusku í andlitið þegar Nistelrooy bætti öðru marki við fyrir Madrídinga og brekkan orðin ansi brött fyrir gestina. Eiður var tekinn af leikvelli þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Argentínumaðurinn Javier Saviola kom inn á fyrir hann. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir fékk Messi gott færi til að minnka muninn en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Strax á eftir fengu heimamenn færi hinumegin en þá varði Victor Valdez vel frá Nistelrooy. Sá hollenski lét lítið á sér bera í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari var hann nánast allt í öllu í sóknarleik Real liðsins. Góð tíðindi fyrir liðið að hann sé að hrökkva í gang eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu. David Beckham kom inn sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en þessi fyrrum fyrirliði enska landsliðsins viðurkenndi það í viðtali í gær að vera orðinn frekar pirraður á bekkjarsetunni hjá Real Madrid. Beckham var sparkað úr enska landsliðshópnum þegar Steve McClaren tók við liðinu og hefur lítið fengið að spila hjá Real síðan Fabio Capello tók við stjórnartaumunum. Það fer virkilega í taugarnar á mér sem fótboltamanni að vera hvorki að spila fyrir þjóð mína né félagslið. Ég vil ekki enda minn feril sem varamaður, sagði Beckham en þrátt fyrir að vera geymdur á varamannabekknum er hann að ræða við Real Madrid um nýjan samning. Þetta er annar tapleikur Barcelona í röð en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Greinilegt er að kamerúnska sóknarmannsins Samuels Eto"o er sárt saknað hjá Spánarmeisturunum. Næsti leikur liðsins er gegn Recreativo Huelva um næstu helgi og er það algjör skylda fyrir það að landa sigri þar. Valencia jafnaði Barcelona að stigum um helgina en bæði lið hafa sextán stig á toppi deildarinnar. Sevilla hefur fimmtán stig og svo koma Real Madrid og Deportivo La Coruna með fjórtán.
Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira