Grindavík í vandræðum með Hamar 22. október 2006 11:00 barátta Nýliðar Hamars stóðu í sterkum Grindvíkingum MYND/víkurfréttir/jón björn Í tilefni af því að það er ár kvennakörfuboltans í Evrópu voru allir þrír leikir fyrstu umferðar Iceland Express-deildar kvenna leiknir í íþróttahúsinu í Grindavík í gær. Leikirnir fóru fram hver á eftir öðrum en tveir þeirra unnust með mjög miklum mun. Það var hins vegar talsverð spenna í fyrsta leiknum þegar Grindavík og Hamar/Selfoss áttust við. Nýliðarnir í Hamri/Selfossi voru að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og komu mjög á óvart með því að standa virkilega í Grindavíkurstúlkum. Grindavík vann á endanum með tólf stiga mun 8674 en forysta liðsins í hálfleik var aðeins þrjú stig. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir spilaði frábærlega fyrir Hamar en hún var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í mörg ár og skoraði 24 stig, þar af sex þriggja stiga körfur. Það var hins vegar Tamara Bowie sem skoraði mest fyrir Grindavík eða 35 stig. Í næsta leik þar á eftir unnu Haukastúlkur 10352 sigur á ÍS þar sem Ifeoma Okonkwo var stigahæst með 23 stig fyrir Hauka. Kristrún Sigurjónsdóttir og Helena Sverrisdóttir skoruðu báðar 21 stig fyrir Hauka en stigahæst í liði ÍS var Helga Jónasdóttir með nítján. Í síðasta leik umferðarinnar vann Keflavík síðan mjög öruggan sigur á Breiðabliki 12146 en það var aldrei spurning um hvernig sá leikur færi. Það sem stendur upp úr í þeim leik er líklega frammistaðan hjá nýjum bandarískum leikmanni Keflavíkurliðsins. Takesha Watson hefur greinilega góð áhrif á liðið og leit mjög vel út í leiknum í gær. Keflavík lét annan erlendan leikmann fara fyrir skömmu þar sem hann stóð ekki undir væntingum en Watson lofar góðu. Hún skoraði 28 stig og átti sjö stoðsendingar á aðeins 21 mínútu, María B. Erlingsdóttir skoraði 25 stig fyrir Keflavík en hjá Breiðabliki var það Tiara Harris sem skoraði helming stiganna. Íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira
Í tilefni af því að það er ár kvennakörfuboltans í Evrópu voru allir þrír leikir fyrstu umferðar Iceland Express-deildar kvenna leiknir í íþróttahúsinu í Grindavík í gær. Leikirnir fóru fram hver á eftir öðrum en tveir þeirra unnust með mjög miklum mun. Það var hins vegar talsverð spenna í fyrsta leiknum þegar Grindavík og Hamar/Selfoss áttust við. Nýliðarnir í Hamri/Selfossi voru að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og komu mjög á óvart með því að standa virkilega í Grindavíkurstúlkum. Grindavík vann á endanum með tólf stiga mun 8674 en forysta liðsins í hálfleik var aðeins þrjú stig. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir spilaði frábærlega fyrir Hamar en hún var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í mörg ár og skoraði 24 stig, þar af sex þriggja stiga körfur. Það var hins vegar Tamara Bowie sem skoraði mest fyrir Grindavík eða 35 stig. Í næsta leik þar á eftir unnu Haukastúlkur 10352 sigur á ÍS þar sem Ifeoma Okonkwo var stigahæst með 23 stig fyrir Hauka. Kristrún Sigurjónsdóttir og Helena Sverrisdóttir skoruðu báðar 21 stig fyrir Hauka en stigahæst í liði ÍS var Helga Jónasdóttir með nítján. Í síðasta leik umferðarinnar vann Keflavík síðan mjög öruggan sigur á Breiðabliki 12146 en það var aldrei spurning um hvernig sá leikur færi. Það sem stendur upp úr í þeim leik er líklega frammistaðan hjá nýjum bandarískum leikmanni Keflavíkurliðsins. Takesha Watson hefur greinilega góð áhrif á liðið og leit mjög vel út í leiknum í gær. Keflavík lét annan erlendan leikmann fara fyrir skömmu þar sem hann stóð ekki undir væntingum en Watson lofar góðu. Hún skoraði 28 stig og átti sjö stoðsendingar á aðeins 21 mínútu, María B. Erlingsdóttir skoraði 25 stig fyrir Keflavík en hjá Breiðabliki var það Tiara Harris sem skoraði helming stiganna.
Íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira