Valur hirti toppsætið af HK 22. október 2006 12:15 Valsmenn unnu HK í gær með tveggja markamun í kaflaskiptum leik. Valsmenn voru mun betri í þeim fyrri en HK-ingar sýndu frábær tilþrif í seinni hálfleik og voru fljótir að minnka muninn. Lokamínútur leiksins voru æsilegar þar sem dómgæslan spilaði óþarfa stórt hlutverk. Leikmenn Vals fóru á kostum fyrstu 15 mínútur leiksins og sýndu þá að í þeim býr án efa besta lið landsins. Ingvar Árnason og Ægir Jónsson virtust nánast óbugandi í miðju varnarinnar og Ernir Arnarson sýndi að hann getur skorað mörk í öllum regnbogans litum. HK komst aðeins inn í leikinn um miðjan hálfleikinn en Valsmenn stungu þá aftur af og náðu sex marka forskoti fyrir hlé. HK var svo ekki nema 12 mínútur að minnka muninn í eitt mark og þótti mönnum það ótrúleg sjón miðað við hvað á gekk á undan. Hlynur Jóhannsson var kominn í markið og varði nokkra góða bolta ásamt því að Valdimar Þórsson fór í gang og skoraði fimm af fyrstu átta mörkum HK í seinni hálfleik. Eftir þetta var jafnræði með liðunum fram á síðustu mínútu og staðan 25-25. Valsmenn skora síðustu tvö mörk leiksins eftir að þeim er dæmt víti í fyrra markinu og Augustas Strazdas er vikið af velli. Strazdas virtist hirða boltann af Elvari Friðrikssyni löglega en var dæmdur brotlegur. Í næstu sókn gerði Ingvar það nákvæmlega sama við Ólaf Ragnarsson en ekkert var dæmt. Hann skoraði svo auðveldlega úr hraðaupphlaupinu. Ef þessi dómur hér í lokin er rangur þá er það klárlega það sem ræður úrslitum, sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK. En sennilega lágu okkar mistök í því hversu illa við byrjum í leiknum. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur og vörnin ekki góð. Í seinni hálfleik náðum við okkur á strik en fengum því miður ekkert fyrir það. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, viðurkenndi að dómurinn umdeildi var strangur. En dómgæslan færði okkur ekki sigurinn hér í dag. Í þrígang voru við dæmdir brotlegir þegar við náðum boltanum af þeim löglega og það hefði getað orðið dýrkeypt þegar Elvar fékk brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir. Hann segir að fyrri hálfleikurinn hjá sínum mönnum hafi verið góður. Líklega okkar besti hálfleikur í langan tíma. En í þeim síðari vorum við einfaldlega bara kaldir og það má ekki gegn HK. Ingvar Árnason átti frábæran leik fyrir Val. Hann stóð vaktina vel í vörninni og var drjúgur í sóknarleiknum í seinni hálfleik. Skoraði sex mörk úr sex tilraunum og fiskaði þar að auki þrjú víti. Hann stal líka boltanum svo laglega í síðustu sókn HK og tryggði þar með Val sigurinn. Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Valsmenn unnu HK í gær með tveggja markamun í kaflaskiptum leik. Valsmenn voru mun betri í þeim fyrri en HK-ingar sýndu frábær tilþrif í seinni hálfleik og voru fljótir að minnka muninn. Lokamínútur leiksins voru æsilegar þar sem dómgæslan spilaði óþarfa stórt hlutverk. Leikmenn Vals fóru á kostum fyrstu 15 mínútur leiksins og sýndu þá að í þeim býr án efa besta lið landsins. Ingvar Árnason og Ægir Jónsson virtust nánast óbugandi í miðju varnarinnar og Ernir Arnarson sýndi að hann getur skorað mörk í öllum regnbogans litum. HK komst aðeins inn í leikinn um miðjan hálfleikinn en Valsmenn stungu þá aftur af og náðu sex marka forskoti fyrir hlé. HK var svo ekki nema 12 mínútur að minnka muninn í eitt mark og þótti mönnum það ótrúleg sjón miðað við hvað á gekk á undan. Hlynur Jóhannsson var kominn í markið og varði nokkra góða bolta ásamt því að Valdimar Þórsson fór í gang og skoraði fimm af fyrstu átta mörkum HK í seinni hálfleik. Eftir þetta var jafnræði með liðunum fram á síðustu mínútu og staðan 25-25. Valsmenn skora síðustu tvö mörk leiksins eftir að þeim er dæmt víti í fyrra markinu og Augustas Strazdas er vikið af velli. Strazdas virtist hirða boltann af Elvari Friðrikssyni löglega en var dæmdur brotlegur. Í næstu sókn gerði Ingvar það nákvæmlega sama við Ólaf Ragnarsson en ekkert var dæmt. Hann skoraði svo auðveldlega úr hraðaupphlaupinu. Ef þessi dómur hér í lokin er rangur þá er það klárlega það sem ræður úrslitum, sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK. En sennilega lágu okkar mistök í því hversu illa við byrjum í leiknum. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur og vörnin ekki góð. Í seinni hálfleik náðum við okkur á strik en fengum því miður ekkert fyrir það. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, viðurkenndi að dómurinn umdeildi var strangur. En dómgæslan færði okkur ekki sigurinn hér í dag. Í þrígang voru við dæmdir brotlegir þegar við náðum boltanum af þeim löglega og það hefði getað orðið dýrkeypt þegar Elvar fékk brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir. Hann segir að fyrri hálfleikurinn hjá sínum mönnum hafi verið góður. Líklega okkar besti hálfleikur í langan tíma. En í þeim síðari vorum við einfaldlega bara kaldir og það má ekki gegn HK. Ingvar Árnason átti frábæran leik fyrir Val. Hann stóð vaktina vel í vörninni og var drjúgur í sóknarleiknum í seinni hálfleik. Skoraði sex mörk úr sex tilraunum og fiskaði þar að auki þrjú víti. Hann stal líka boltanum svo laglega í síðustu sókn HK og tryggði þar með Val sigurinn.
Íþróttir Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira