Spá því að miðjubaráttan ráði úrslitum 22. október 2006 12:30 paul scholes Mun leika sinn fimmhundruðasta leik fyrir United í dag. MYND/nordicphotos/getty images „Fólk er að tala um það að ef við töpum þá séum við horfnir úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ég hugsa ekki þannig. Enska deildin er langt kapphlaup og ég hef trú á því að baráttan um meistaratitilinn verði jafnari núna en undanfarin ár og á lokasprettinum muni þrjú til fjögur lið eiga möguleika,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leik liðsins í dag sem er gegn Manchester United á Old Trafford. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Manchester United þarf að sigra Liverpool til að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Knattspyrnuspekingar virðast þó flestir vera á því að leikurinn endi með jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem miðjubaráttan verði allsráðandi. Þeir eru á því að mörkin í leiknum verði ekki mörg en úrslitin ráðist á því hvernig baráttan á miðsvæðinu fer. Bæði lið ættu að geta teflt fram nánast sínu sterkasta liði. United endurheimtir fyrirliða sinn Gary Neville og varnarmanninn Rio Ferdinand sem gátu ekki spilað með liðinu í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku. Gabriel Heinze og Ryan Giggs verða líklega í hópnum en Mikael Silvestre og Park Ji-Sung áfram á sjúkralistanum. Hjá Liverpool hefur Steven Gerrard hrist af sér meiðsli og spilar fyrir félagið í 350. sinn. Dirk Kuyt, Mohamed Sissoko, Daniel Agger og Robbie Fowler ættu allir að vera leikfærir. Leikurinn ætti að verða fimmhundruðasti leikur Pauls Scholes fyrir United. „Hann hefur þjónustað félagið frábærlega og leikið lengi í fremstu röð. Hans lífsstíll bendir til þess að hann muni spila áfram í nokkur ár til viðbótar. Hann er með meðfæddan fótboltaheila,“ sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Fjórir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn tekur á móti Bolton, Middlesbrough mætir Newcastle og Tottenham og West Ham eigast við í Lundúnarslag kl. 14 og klukkutíma síðar eigast við Reading og Arsenal. Íþróttir Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sjá meira
„Fólk er að tala um það að ef við töpum þá séum við horfnir úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ég hugsa ekki þannig. Enska deildin er langt kapphlaup og ég hef trú á því að baráttan um meistaratitilinn verði jafnari núna en undanfarin ár og á lokasprettinum muni þrjú til fjögur lið eiga möguleika,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leik liðsins í dag sem er gegn Manchester United á Old Trafford. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Manchester United þarf að sigra Liverpool til að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Knattspyrnuspekingar virðast þó flestir vera á því að leikurinn endi með jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem miðjubaráttan verði allsráðandi. Þeir eru á því að mörkin í leiknum verði ekki mörg en úrslitin ráðist á því hvernig baráttan á miðsvæðinu fer. Bæði lið ættu að geta teflt fram nánast sínu sterkasta liði. United endurheimtir fyrirliða sinn Gary Neville og varnarmanninn Rio Ferdinand sem gátu ekki spilað með liðinu í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku. Gabriel Heinze og Ryan Giggs verða líklega í hópnum en Mikael Silvestre og Park Ji-Sung áfram á sjúkralistanum. Hjá Liverpool hefur Steven Gerrard hrist af sér meiðsli og spilar fyrir félagið í 350. sinn. Dirk Kuyt, Mohamed Sissoko, Daniel Agger og Robbie Fowler ættu allir að vera leikfærir. Leikurinn ætti að verða fimmhundruðasti leikur Pauls Scholes fyrir United. „Hann hefur þjónustað félagið frábærlega og leikið lengi í fremstu röð. Hans lífsstíll bendir til þess að hann muni spila áfram í nokkur ár til viðbótar. Hann er með meðfæddan fótboltaheila,“ sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Fjórir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn tekur á móti Bolton, Middlesbrough mætir Newcastle og Tottenham og West Ham eigast við í Lundúnarslag kl. 14 og klukkutíma síðar eigast við Reading og Arsenal.
Íþróttir Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sjá meira