Menning

Heillandi og truflandi

Slóttugt par í draumkenndum heimi
Slóttugt par í draumkenndum heimi

Skáldin Jesse Ball og Þórdís Björnsdóttir fá góða dóma fyrir sagnasafn sitt Veru & Linus hjá útgáfumálgagninu Publishers Weekly sem gagnrýndi bókina í vikunni. Bókin heitir eftir aðalpersónunum, hinu slóttuga en hrífandi pari, sem býr í næsta landamæralausum heimi þar sem allt getur gerst.

Er bókin sögð jafn töfrandi og hún er truflandi enda minni hún lesendur sína á bernskutíma þegar heimurinn var fullur af uggvekjandi ráðgátum og undrum þó rýnandinn vonist til þess að veröldin hafi ekki verið svo ofbeldisfull. Hann nefnir ennfremur að í stíl sínum sæki þau Þórdís og Jesse í brunn klassísku ævintýranna og skrif Franz Kafka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×