Bresk netveðmál bönnuð vestanhafs 18. október 2006 07:00 við tölvuna Breski veðbankinn Sportingbet hefur selt starfsemi sína í Bandaríkjunum fyrir jafnvirði 68 króna. MYND/AP Breska veðbankafyrirtækið Sportingbet, sem gerir netverjum kleift að leggja peninga undir ýmiss konar leiki, seldi um helgina starfsemi sína í Bandaríkjunum fyrir einn dal, jafnvirði rétt rúmra 68 íslenskra króna. Nokkrum klukkustundum eftir að salan gekk í gegn undirritaði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lög sem hamla því að Bandaríkjamenn geti lagt peninga undir hjá veðbankafyrirtækjum á netinu sem hafa starfsemi utan Bandaríkjanna. Sportingbet er skráð í kauphöll Lundúna í Bretlandi en er til húsa á Gíbraltar, sem lýtur breskum yfirráðum. Kauphöllin segir maðk vera í mysunni og ætlar að láta kanna hvort sala Sportingbet samræmist fyrirtækjalögum. Gengi bréfa í breskum veðbönkum hefur hrunið síðan í september en þá hófu bandarísk stjórnvöld aðför gegn erlendum fyrirtækjum sem þessu í Bandaríkjunum. Meðal annars var fyrrverandi stjórnarformaður Sportingbet handtekinn þegar hann var á ferð í Lousianaríki í Bandaríkjunum í síðasta á mánuði. Andrew McIver, forstjóri Sportingbet, segir leiðinlegt að bandaríska þingið hafi þvingað fyrirtækið til að loka starfsemi sinni. Sala á Bandaríkjaarminum hafi hins vegar komið í veg fyrir þau óþægindi sem lokun á starfseminni hefði haft í för með sér. Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska veðbankafyrirtækið Sportingbet, sem gerir netverjum kleift að leggja peninga undir ýmiss konar leiki, seldi um helgina starfsemi sína í Bandaríkjunum fyrir einn dal, jafnvirði rétt rúmra 68 íslenskra króna. Nokkrum klukkustundum eftir að salan gekk í gegn undirritaði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lög sem hamla því að Bandaríkjamenn geti lagt peninga undir hjá veðbankafyrirtækjum á netinu sem hafa starfsemi utan Bandaríkjanna. Sportingbet er skráð í kauphöll Lundúna í Bretlandi en er til húsa á Gíbraltar, sem lýtur breskum yfirráðum. Kauphöllin segir maðk vera í mysunni og ætlar að láta kanna hvort sala Sportingbet samræmist fyrirtækjalögum. Gengi bréfa í breskum veðbönkum hefur hrunið síðan í september en þá hófu bandarísk stjórnvöld aðför gegn erlendum fyrirtækjum sem þessu í Bandaríkjunum. Meðal annars var fyrrverandi stjórnarformaður Sportingbet handtekinn þegar hann var á ferð í Lousianaríki í Bandaríkjunum í síðasta á mánuði. Andrew McIver, forstjóri Sportingbet, segir leiðinlegt að bandaríska þingið hafi þvingað fyrirtækið til að loka starfsemi sinni. Sala á Bandaríkjaarminum hafi hins vegar komið í veg fyrir þau óþægindi sem lokun á starfseminni hefði haft í för með sér.
Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira