Menning

Íslenskt á danskri menningarnótt

Margmenni Það var þétt staðið í húsagarðinum þegar tískusýning á fötum frá Asta Creative Clothes fór fram.
Margmenni Það var þétt staðið í húsagarðinum þegar tískusýning á fötum frá Asta Creative Clothes fór fram.
Íbúar Kaupmannahafnar eru ekkert síður hrifnir af fyrirbærinu menningarnótt en Reykvíkingar. Því var mikill fjöldi fólks samankominn í miðbæ borgarinnar á föstudagskvöld enda efnt til alls kyns listatburða út um allan bæ. Á vinnustofu listakonunnar Sossu Björnsdóttur var gestum boðið upp á að virða fyrir sér íslenska list og hönnun. En ásamt Sossu sýndu þær Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður og Halla Bogadóttir gullsmiður hönnun sína. Verslunarmennirnir í 12 Tónum og Indriði voru einnig í hátíðarskapi og buðu Dönum upp á hangikjöt og flatkökur í tilefni dagsins sem mæltist vel fyrir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×