Menning

Gjörningaveður í Reykjavík

Egill Sæbjörnsson  Sýnir gjörning í SAFNI ásamt hópi tónlistarfólks.
Egill Sæbjörnsson Sýnir gjörning í SAFNI ásamt hópi tónlistarfólks.

Kanadíski myndlistarmaðurinn og arkitektinn Andrew Burgess mun láta hrikta í stoðum Alþingishússins í kvöld en gjörningur hans. „Another Þing" fer fram kl. 21 í kvöld. Burgess mun varpa manngerðri eftirmynd af arkitektúr hússins á bygginguna sem þá breytir um ásýnd og verður án efa allt annað þing. Gjörningurinn varir í hálfa klukkustund en hann er liður í listahátíðinni Sequences í Reykjavík en fjölbreytt dagskrá hennar stendur til 28. október.

Þrennir gjörningar fara fram í miðborginni áður en Burgess ræðst til atlögu við þinghúsið en síðdegis í dag flytur Gunnhildur Hauksdóttir myndlistarmaður gjörninginn „Oriental Influence „í Nýlistasafninu kl. 17.30 ásamt Constantin Luser, Yngve Holen og Marlie Mul en nokkru síðar fremur Snorri Ásmundsson gjörninginn „Pyramid of Love" á Austurvelli. Myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson fremur gjörning sinn „An Idear four thwoo feet & two hands & 4 corners" í SAFNI á Laugavegi í kvöld kl. 19. Auk Egils koma fram nokkrir íslenskir tónlistarmenn.

Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðunni www.sequences.is eða hjá Nýlistasafninu við Laugaveg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×