Menning

Ævi Þorbergs á hlóðum

Pétur Gunnarsson rithöfundur Það er draumurinn að skila ævisögu Þorbergs til lesenda á komandi hausti.
Pétur Gunnarsson rithöfundur Það er draumurinn að skila ævisögu Þorbergs til lesenda á komandi hausti.

Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur unnið að ævisögu Þórbergs Þórðarsonar allt frá 1989 en þá voru hundrað ár liðin frá fæðingu skáldsins.

Pétur stóð ásamt fleirum fyrir þingi um skáldið um liðna helgi en hann vonar að verkið verði tilbúið til útgáfu næsta haust. Kippur er hlaupinn í rannsóknir á skáldferli Þórbergs Þórðarsonar og er vaxandi áhugi fræðimanna á sögu hans og stíllist. Eins og kunnugt er er væntanleg á markað í nóvember rannsókn Halldórs Guðmundssonar bókmenntafræðings á hliðstæðum og andstæðum í ferli þeirra Þorbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunnarssonar.

Pétur segir að það sé draumurinn að þetta verði fullveðja ævisaga. Þetta byrjaði sem lítið verk efni og grufl, en nú er þetta að hlaðast í merkingarbært samhengi, segir Pétur. Ég hef verið að safna að mér gögnum í langan tíma - setið stíft í Þjóðarbókhlöðunni og pælt í dagbókarstaflanum. Aðspurður hvort þetta verkefni hafi ýtt til hliðar sagnaflokki Péturs um sögu þjóðarinnar segir hann að það séu tveir pottar á eldavélinni og hann grípi í verkefnin til skiptis.

Áhrif Þorbergs á yngri höfunda hafa komið í ljós á síðari misserum: Jón Kalman Stefánsson lýsti því yfir við afhendingu Bókmenntaverðlauna í fyrra að æviverk Þorbergs hafi leyst sig úr læðingi sem sagnaskáld. Margir lögðu við hlustir þegar menningarþátturinn Víðsjá á Rás 1 gerði lestur skáldsins á Íslenskum aðli að framhaldssögu síðla sumars og Bjarni Jónsson leikskáld vann athyglisvert leikverk úr sögum skáldsins.

Langt hlé hefur verið á endurprentunum á verkum Þorbergs, og er helst að nálgast þau í fornbókaverslunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×