Þjóðþekktir á tískupallinum 5. október 2006 18:00 Birgitta Haukdal sýndi flotta takta á sviðinu. Það voru þjóðþekktir einstaklingar sem létu ljós sitt skína á tískupallinum í gærkvöldi á góðgerðakvöldi Debenhams. Ágóði kvöldsins rann til styrktar Krabbameinsfélags Íslands og söfnuðust 2,6 milljónir króna. Stílisti sýningarinnar var fatahönnuðurinn Haffi Haff og sá hann um að klæða upp meðal annars Jóhannes í Bónus, Þorstein Pálsson, ritstjóra Fréttablaðsins, og Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfara sem örugglega voru að stíga sín fyrstu skref í fyrirsætubransanum. Það voru hin ýmsu fyrirtæki sem lögðu málefninu lið og þurfti hvert fyrirtæki að borga 50.000 með hverjum einstaklingi sem fyrirtækið sendi á tískusýninguna. Málefnið var brjóstakrabbamein og bleikt þema var á kvöldinu sjálfu. Ekki voru ofangreindir menn einu þekktu nöfnin á meðal sýnenda en Birgitta Haukdal söngkona, Eva María Jónsdóttir, fréttamaður í Kastljósi, Sigríður Klingenberg spámiðill og Guðrún Agnarsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, tóku einnig þátt ásamt mörgum fleirum. Þeim til halds og traust sýndu sex módel frá EMM sem kenndu þeim sem ekki vissu hvernig best væri að nota tískupallinn og pósa framan í áhorfendur. Menning Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Það voru þjóðþekktir einstaklingar sem létu ljós sitt skína á tískupallinum í gærkvöldi á góðgerðakvöldi Debenhams. Ágóði kvöldsins rann til styrktar Krabbameinsfélags Íslands og söfnuðust 2,6 milljónir króna. Stílisti sýningarinnar var fatahönnuðurinn Haffi Haff og sá hann um að klæða upp meðal annars Jóhannes í Bónus, Þorstein Pálsson, ritstjóra Fréttablaðsins, og Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfara sem örugglega voru að stíga sín fyrstu skref í fyrirsætubransanum. Það voru hin ýmsu fyrirtæki sem lögðu málefninu lið og þurfti hvert fyrirtæki að borga 50.000 með hverjum einstaklingi sem fyrirtækið sendi á tískusýninguna. Málefnið var brjóstakrabbamein og bleikt þema var á kvöldinu sjálfu. Ekki voru ofangreindir menn einu þekktu nöfnin á meðal sýnenda en Birgitta Haukdal söngkona, Eva María Jónsdóttir, fréttamaður í Kastljósi, Sigríður Klingenberg spámiðill og Guðrún Agnarsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, tóku einnig þátt ásamt mörgum fleirum. Þeim til halds og traust sýndu sex módel frá EMM sem kenndu þeim sem ekki vissu hvernig best væri að nota tískupallinn og pósa framan í áhorfendur.
Menning Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira