Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gefið farþegum sínum grænt ljós á að nota fartölvur frá Dell og Apple í millilandaflugi gegn ákveðnum skilyrðum.
Félagið skipaði svo fyrir í síðustu viku að tölvur af þessum gerðum væru bannaðar í millilandaflugi nema að því tilskyldu að eigendur tölvanna tækju rafhlöðurnar úr þeim. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Sony framleiddi rafhlöðurnar og hafa tæplega 6 milljónir þeirra verið innkallaðar vegna eldhættu.