Ikea ræður þúsundir starfsmanna 27. september 2006 00:01 Við eina verslun ikea í Bandaríkjunum Ikea ætlar að ráða þúsundir starfsmanna vegna opnunar margra verslana um allan heim á næstu árum. Markaðurinn/AP Sænski húsgagnarisinn Ikea ætlar að ráða tugþúsundir nýrra starfsmanna víða um heim á næstu árum. Anders Dahlvig, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir ástæðuna vera mikinn fyrirhugaðan vöxt Ikea og opnun fjölda nýrra verslana um allan heim á næstunni. "Við verðum að ráða að minnsta kosti 10.000 manns til að fylla í stöður," sagði hann í samtali við sænska viðskiptablaðið Dagens Industri á mánudag. Ikea starfrækir rúmlega 230 verslanir í 33 löndum, þar á meðal eina á Íslandi. Fyrirhugað er að opna 24 nýjar verslanir á næstu 12 mánuðum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá mun Ikea sömuleiðis vera að horfa til Indlands en ekkert liggur fyrir hvort nokkur verslun verði opnuð þar á næstunni, að sögn Dahlvigs. Velta Ikea nam 17,3 milljörðum evra eða jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna á síðasta rekstrarári sem lauk í enda ágúst en það er þrefalt meiri velta en á síðasta ári. Ikea er 63 ára gamalt fyrirtæki og enn í einkaeigu. Stofnandi þess, Ingvar Kamprad, er á 81. aldursári og hefur verið á meðal ríkustu manna í heimi um árabil. Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sænski húsgagnarisinn Ikea ætlar að ráða tugþúsundir nýrra starfsmanna víða um heim á næstu árum. Anders Dahlvig, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir ástæðuna vera mikinn fyrirhugaðan vöxt Ikea og opnun fjölda nýrra verslana um allan heim á næstunni. "Við verðum að ráða að minnsta kosti 10.000 manns til að fylla í stöður," sagði hann í samtali við sænska viðskiptablaðið Dagens Industri á mánudag. Ikea starfrækir rúmlega 230 verslanir í 33 löndum, þar á meðal eina á Íslandi. Fyrirhugað er að opna 24 nýjar verslanir á næstu 12 mánuðum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá mun Ikea sömuleiðis vera að horfa til Indlands en ekkert liggur fyrir hvort nokkur verslun verði opnuð þar á næstunni, að sögn Dahlvigs. Velta Ikea nam 17,3 milljörðum evra eða jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna á síðasta rekstrarári sem lauk í enda ágúst en það er þrefalt meiri velta en á síðasta ári. Ikea er 63 ára gamalt fyrirtæki og enn í einkaeigu. Stofnandi þess, Ingvar Kamprad, er á 81. aldursári og hefur verið á meðal ríkustu manna í heimi um árabil.
Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira