Tafir verða á þátttöku nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins í Schengen-vegabréfaeftirlitinu. Á fundi innanríkis- og dómsmálaráðherra ESB var tilkynnt um tafir á uppsetningu nýs gagnagrunns eftirlitsins.
Þátttöku nýju aðildarríkjanna verður því skotið á frest um tvö ár, eða til ársins 2009.
Löndin tíu þurfa samt sem áður að halda úti strangri öryggisgæslu við öll landamæri sín, þar á meðal þau sem liggja að eldri aðildarríkjum.