Ætlar að stjórna í eitt ár 21. september 2006 07:00 Fyrir utan Konungshöllina Vígalegir hermenn stóðu í gær vörð um helstu byggingarnar í Bangkok. MYND/AFP Aðeins átján mánuðir eru liðnir frá því að Thaksin Shinawatra hlaut dúndrandi endurkosningu í Taílandi með yfirgnæfandi meirihluta eftir að hafa fyrstur manna þar í landi afrekað það að sitja í heilt kjörtímabil á stóli forsætisráðherra. Nú hafa veður heldur betur skipast í lofti, honum hefur verið steypt af stóli og á vart afturkvæmt til Taílands í bráð. Thaksin hafði brugðið sér til útlanda, hélt fyrst til Kúbu í stutta heimsókn en var staddur í New York á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudaginn þegar herinn í Taílandi gerði stjórnarbyltingu. Leiðtogi byltingarinnar er Sondhi Boonyaratklin herforingi, sem tókst að ná völdum í landinu án blóðsúthellinga síðla þriðjudagsins. Thaksin virtist í fyrstu staðráðinn í því að snúa aftur til Taílands og taka til sinna ráða. Hann lét flýta ræðutíma sínum á Allsherjarþinginu frá miðvikudegi til þriðjudags til þess að komast fyrr heim, en afboðaði síðan ræðuna og hélt í gær til Bretlands þar sem dóttir hans er við nám. Óljóst er hve lengi hann hyggst dveljast þar, en í gær virtust í það minnsta stuðningsmenn hans í Taílandi hafa sæst á þau málalok að valdatíma hans væri lokið. „Við verðum að fallast á það sem hefur gerst,“ hafði AP-fréttastofan eftir opinberum talsmanni Thaksins, Surapong Suebwonglee. „Við komum ekkert aftur í bráðina.“Lofar lýðræði á nýSondhi Boonyaratkalin Herforinginn brosti breitt í gær þegar hann skýrði frá vel heppnuðu valdaráni.fréttablaðið/apSondhi herforingi boðaði í gær til blaðamannafundar þar sem hann hét því að efna til kosninga í október á næsta ári. Sjálfur ætlar hann að taka að sér forsætisráðherraembættið í hálfan mánuð, en að þeim tíma liðnum reiknar hann með að nýr maður verði settur í embættið og jafnframt verði búið að semja drög að bráðabirgðastjórnarskrá fyrir landið. Einnig gaf hann til kynna að Thaksin yrði líklega dreginn fyrir dómara léti hann sjá sig í Taílandi.Konungur landsins, Bhumibol Adulyadej, lýsti í gær stuðningi sínum við byltinguna og útnefndi formlega Sondhi herforingja yfirmann nýju stjórnarinnar „til þess að stilla til friðar í landinu,“ eins og sagði í yfirlýsingu frá hernum í sjónvarpi.Byltingin kom engan veginn eins og þruma úr heiðskíru lofti, þótt margir landsmenn hafi lýst undrun sinni, því lengi hafði verið orðrómur á kreiki um að herinn myndi steypa Thaksin af stóli. Löng hefð er reyndar fyrir því í Taílandi að herinn hrifsi til sín völdin þegar stjórnvöld virðast ekki ætla að ráða við ástandið, þótt fimmtán ár séu liðin frá því síðasta valdarán var framið.Sondhi segir aðgerðir sínar hafa verið nauðsynlegar til þess að lægja hatrammar deilur í landinu og stöðva spillingu meðal ráðamanna.Skorti aldrei andstæðingaThaksin Shinawatra Forsætisráðherrann þáverandi veifaði glaðlega til ljósmyndara þegar hann kom til Kúbu í síðustu viku, þar sem hann sótti leiðtogafund ríkja sem standa utan hernaðarbandalaga.fréttablaðið/afpÞótt Thaksin hafi verið vinsæll framan af skorti hann aldrei andstæðinga, sem sögðu hann spilltan, stjórnsaman og hrokafullan. Thaksin höfðaði einkum til fátækrar alþýðunnar í sveitum landsins, enda bauð hann upp á ýmsar kjarabætur, en vel stæðir borgarbúar sögðu hann aftur á móti ekki hika við að brjóta mannréttindi og troða á fjölmiðlum landsins.Thaksin er með auðugustu mönnum í Taílandi. Áður en hann fór út í stjórnmál hafði hann lengi rekið stórt fjarskiptafyrirtæki með góðum árangri. Hann komst til valda árið 2001 rétt í þann mund þegar Taíland var að rétta úr kútnum eftir efnahagskreppuna, sem hafði reynst mörgum Asíulöndum erfið í skauti.Sala fyrirtækisHann sagðist stunda alveg nýja tegund af stjórnmálum, lagði áherslu á að höfða til alþýðunnar og stærði sig af því að geta blásið lífi í efnahaginn með því að stjórna landinu eins og fyrirtæki.Thaksin virðist hafa þó gengið fram af fólki í janúar síðastliðnum þegar hann og fjölskylda hans seldu hluti sína í fjarskiptafyrirtækinu Shin Corp og högnuðust óskaplega á þeim viðskiptum. Til þessa atburðar virðist mega rekja upphafið að falli hans, því fljótlega mögnuðust upp kröfur um afsögn forsætisráðherrans.Hann brást við óánægjunni með því að efna til kosninga í apríl, þar sem hann bar að vísu sigur úr býtum, en stjórnarandstaðan leiddi þær kosningar hjá sér með öllu. Kosningarnar voru síðar dæmdar ógildar og boðað til nýrra kosninga í október, en af þeim kosningum verður nú ekki. Í vor tók hann sér sjö vikna frí eftir kosningarnar, en stöðug spenna hefur ríkt í landinu allar götur síðan, svo mjög að nánast þótti tímaspursmál hvenær herinn myndi steypa honum af stóli. Erlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Aðeins átján mánuðir eru liðnir frá því að Thaksin Shinawatra hlaut dúndrandi endurkosningu í Taílandi með yfirgnæfandi meirihluta eftir að hafa fyrstur manna þar í landi afrekað það að sitja í heilt kjörtímabil á stóli forsætisráðherra. Nú hafa veður heldur betur skipast í lofti, honum hefur verið steypt af stóli og á vart afturkvæmt til Taílands í bráð. Thaksin hafði brugðið sér til útlanda, hélt fyrst til Kúbu í stutta heimsókn en var staddur í New York á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudaginn þegar herinn í Taílandi gerði stjórnarbyltingu. Leiðtogi byltingarinnar er Sondhi Boonyaratklin herforingi, sem tókst að ná völdum í landinu án blóðsúthellinga síðla þriðjudagsins. Thaksin virtist í fyrstu staðráðinn í því að snúa aftur til Taílands og taka til sinna ráða. Hann lét flýta ræðutíma sínum á Allsherjarþinginu frá miðvikudegi til þriðjudags til þess að komast fyrr heim, en afboðaði síðan ræðuna og hélt í gær til Bretlands þar sem dóttir hans er við nám. Óljóst er hve lengi hann hyggst dveljast þar, en í gær virtust í það minnsta stuðningsmenn hans í Taílandi hafa sæst á þau málalok að valdatíma hans væri lokið. „Við verðum að fallast á það sem hefur gerst,“ hafði AP-fréttastofan eftir opinberum talsmanni Thaksins, Surapong Suebwonglee. „Við komum ekkert aftur í bráðina.“Lofar lýðræði á nýSondhi Boonyaratkalin Herforinginn brosti breitt í gær þegar hann skýrði frá vel heppnuðu valdaráni.fréttablaðið/apSondhi herforingi boðaði í gær til blaðamannafundar þar sem hann hét því að efna til kosninga í október á næsta ári. Sjálfur ætlar hann að taka að sér forsætisráðherraembættið í hálfan mánuð, en að þeim tíma liðnum reiknar hann með að nýr maður verði settur í embættið og jafnframt verði búið að semja drög að bráðabirgðastjórnarskrá fyrir landið. Einnig gaf hann til kynna að Thaksin yrði líklega dreginn fyrir dómara léti hann sjá sig í Taílandi.Konungur landsins, Bhumibol Adulyadej, lýsti í gær stuðningi sínum við byltinguna og útnefndi formlega Sondhi herforingja yfirmann nýju stjórnarinnar „til þess að stilla til friðar í landinu,“ eins og sagði í yfirlýsingu frá hernum í sjónvarpi.Byltingin kom engan veginn eins og þruma úr heiðskíru lofti, þótt margir landsmenn hafi lýst undrun sinni, því lengi hafði verið orðrómur á kreiki um að herinn myndi steypa Thaksin af stóli. Löng hefð er reyndar fyrir því í Taílandi að herinn hrifsi til sín völdin þegar stjórnvöld virðast ekki ætla að ráða við ástandið, þótt fimmtán ár séu liðin frá því síðasta valdarán var framið.Sondhi segir aðgerðir sínar hafa verið nauðsynlegar til þess að lægja hatrammar deilur í landinu og stöðva spillingu meðal ráðamanna.Skorti aldrei andstæðingaThaksin Shinawatra Forsætisráðherrann þáverandi veifaði glaðlega til ljósmyndara þegar hann kom til Kúbu í síðustu viku, þar sem hann sótti leiðtogafund ríkja sem standa utan hernaðarbandalaga.fréttablaðið/afpÞótt Thaksin hafi verið vinsæll framan af skorti hann aldrei andstæðinga, sem sögðu hann spilltan, stjórnsaman og hrokafullan. Thaksin höfðaði einkum til fátækrar alþýðunnar í sveitum landsins, enda bauð hann upp á ýmsar kjarabætur, en vel stæðir borgarbúar sögðu hann aftur á móti ekki hika við að brjóta mannréttindi og troða á fjölmiðlum landsins.Thaksin er með auðugustu mönnum í Taílandi. Áður en hann fór út í stjórnmál hafði hann lengi rekið stórt fjarskiptafyrirtæki með góðum árangri. Hann komst til valda árið 2001 rétt í þann mund þegar Taíland var að rétta úr kútnum eftir efnahagskreppuna, sem hafði reynst mörgum Asíulöndum erfið í skauti.Sala fyrirtækisHann sagðist stunda alveg nýja tegund af stjórnmálum, lagði áherslu á að höfða til alþýðunnar og stærði sig af því að geta blásið lífi í efnahaginn með því að stjórna landinu eins og fyrirtæki.Thaksin virðist hafa þó gengið fram af fólki í janúar síðastliðnum þegar hann og fjölskylda hans seldu hluti sína í fjarskiptafyrirtækinu Shin Corp og högnuðust óskaplega á þeim viðskiptum. Til þessa atburðar virðist mega rekja upphafið að falli hans, því fljótlega mögnuðust upp kröfur um afsögn forsætisráðherrans.Hann brást við óánægjunni með því að efna til kosninga í apríl, þar sem hann bar að vísu sigur úr býtum, en stjórnarandstaðan leiddi þær kosningar hjá sér með öllu. Kosningarnar voru síðar dæmdar ógildar og boðað til nýrra kosninga í október, en af þeim kosningum verður nú ekki. Í vor tók hann sér sjö vikna frí eftir kosningarnar, en stöðug spenna hefur ríkt í landinu allar götur síðan, svo mjög að nánast þótti tímaspursmál hvenær herinn myndi steypa honum af stóli.
Erlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira