Mikið ber í milli Evrópu og Ameríku 21. september 2006 00:01 Fundað í Ástralíu Susan Schwab, sem er fulltrúi bandarísku viðskiptanefndarinnar í Cairns í Ástralíu, heilsar við komuna þangað í gær. MYND/AP Enn ber mikið í milli Bandaríkjanna og Evrópu í tilraunum til að koma aftur af stað viðræðum um landbúnaðarafurðir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Lagðar voru fram nýjar tillögur á fundi svokallaðs Cairns-hóps í Ástralíu, en í honum eru fulltrúar átján landa sem flytja út landbúnaðarvörur. Mark Veile, viðskiptaráðherra Ástralíu, kynnir tillögurnar á fundinum sem hófst í Cairns í Ástralíu í gær og lýkur á morgun. Susan Schwab, sem fer fyrir sendinefnd Bandaríkjanna, segir tillögurnar fela í sér ákveðna möguleika, en Carlo Trojan, yfirsamningamaður Evrópusambandsins innan WTO, hafnaði tillögunum alfarið, með þeim orðum að Bandaríkjamenn legðu of lítið á sig. Áströlsku tillögurnar fela í sér að Evrópusambandið auki tilboð sitt um niðurskurð tolla á landbúnaðarafurðum um fimm prósent um leið og Bandaríkin dragi úr stuðningi við landbúnað hjá sér um fimm milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 350 milljörðum íslenskra króna. Í dag er ráðgert að Carlo Trojan og Susan Schwab hittist á sérstökum fundi utan almennra fundahalda í Cairns og ræði málin. Ekki eru þó miklar væntingar um stórtíðindi af þeim fundi. Fari svo að svokallaðar Doha-viðræður WTO sigli alveg í strand er gert ráð fyrir að ríki taki í auknum mæli upp tvíhliða samninga um tollamál sín á milli. Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Enn ber mikið í milli Bandaríkjanna og Evrópu í tilraunum til að koma aftur af stað viðræðum um landbúnaðarafurðir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Lagðar voru fram nýjar tillögur á fundi svokallaðs Cairns-hóps í Ástralíu, en í honum eru fulltrúar átján landa sem flytja út landbúnaðarvörur. Mark Veile, viðskiptaráðherra Ástralíu, kynnir tillögurnar á fundinum sem hófst í Cairns í Ástralíu í gær og lýkur á morgun. Susan Schwab, sem fer fyrir sendinefnd Bandaríkjanna, segir tillögurnar fela í sér ákveðna möguleika, en Carlo Trojan, yfirsamningamaður Evrópusambandsins innan WTO, hafnaði tillögunum alfarið, með þeim orðum að Bandaríkjamenn legðu of lítið á sig. Áströlsku tillögurnar fela í sér að Evrópusambandið auki tilboð sitt um niðurskurð tolla á landbúnaðarafurðum um fimm prósent um leið og Bandaríkin dragi úr stuðningi við landbúnað hjá sér um fimm milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 350 milljörðum íslenskra króna. Í dag er ráðgert að Carlo Trojan og Susan Schwab hittist á sérstökum fundi utan almennra fundahalda í Cairns og ræði málin. Ekki eru þó miklar væntingar um stórtíðindi af þeim fundi. Fari svo að svokallaðar Doha-viðræður WTO sigli alveg í strand er gert ráð fyrir að ríki taki í auknum mæli upp tvíhliða samninga um tollamál sín á milli.
Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira