Fjórtán ára daglegir neytendur fíkniefna 10. september 2006 05:30 Þórarinn Tyrfingsson. Nauðsynlegt að vinna stöðugt að upprætingu vandans. Fjórtán ára gömul börn sem neytt hafa fíkniefna daglega um nokkurt skeið hafa reglulega leitað eftir að komast í meðferð á meðferðarheimilum SÁÁ. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, forstöðumaður SÁÁ, en hann segir þess háttar tilfelli oft erfið viðureignar. „Við sjáum fólk hjá okkur sem er í kringum fjórtán ára aldur sem hefur verið í daglegri neyslu fíkniefna um nokkurt skeið. Það eru undantekningar en þetta kemur reglulega upp, því miður," segir Þórarinn. „Það eru misjafnar ástæður að baki hverju atviki fyrir sig en þegar börn eru byrjuð að leita í vímugjafa þetta ung er oftar en ekki mikill vímuefnavandi í fjölskyldu viðkomandi. En svo geta einnig verið fleiri og flóknari ástæður að baki." Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ellefu ára gömlum dreng í byrjun mánaðarins en hann hafði í fórum sínum kannabisefni og töflur sem ætlaðar voru til neyslu. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins ásamt barnaverndaryfirvöldum en drengurinn er einn sá yngsti sem komið hefur við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Afar fátítt er að fíkniefnamál barna undir fimmtán ára aldri komi til kasta lögreglu. Bragi Guðbrandsson Segir forvarnarstarf hafa skilað góðum árangri. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir tilvik eins og þetta gefa tilefni til þess að fara heildstætt yfir stöðu fíkniefnamála innan grunnskólanna en að sögn Braga hefur forvarnarstarf skilað góðum árangri. „Eins og við lítum á þetta atvik þá er alltaf ástæða til þess að staldra við þegar börn koma við sögu í fíkniefnamálum. Þetta er samt nánast einsdæmi að ellefu ára gamall drengur sé tekinn með fíkniefni. Við höfum fengið nokkur svipuð tilvik inn á okkar borð en þau eru afar fá. Allt okkar eftirlitskerfi með neyslu barna á grunnskólaaldri segir okkur það að ástandið í þessum efnum hafi farið batnandi á síðustu árum. Kannanir á meðal skólabarna sýna okkur að neysla hefur minnkað og ég þakka því ekki síst hækkun á sjálfræðisaldri sem gerði það að verkum að foreldrar fóru að geta gripið með áhrifaríkari hætti inn í atburðarásina í fleiri tilfellum." Innlent Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Fjórtán ára gömul börn sem neytt hafa fíkniefna daglega um nokkurt skeið hafa reglulega leitað eftir að komast í meðferð á meðferðarheimilum SÁÁ. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, forstöðumaður SÁÁ, en hann segir þess háttar tilfelli oft erfið viðureignar. „Við sjáum fólk hjá okkur sem er í kringum fjórtán ára aldur sem hefur verið í daglegri neyslu fíkniefna um nokkurt skeið. Það eru undantekningar en þetta kemur reglulega upp, því miður," segir Þórarinn. „Það eru misjafnar ástæður að baki hverju atviki fyrir sig en þegar börn eru byrjuð að leita í vímugjafa þetta ung er oftar en ekki mikill vímuefnavandi í fjölskyldu viðkomandi. En svo geta einnig verið fleiri og flóknari ástæður að baki." Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ellefu ára gömlum dreng í byrjun mánaðarins en hann hafði í fórum sínum kannabisefni og töflur sem ætlaðar voru til neyslu. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins ásamt barnaverndaryfirvöldum en drengurinn er einn sá yngsti sem komið hefur við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Afar fátítt er að fíkniefnamál barna undir fimmtán ára aldri komi til kasta lögreglu. Bragi Guðbrandsson Segir forvarnarstarf hafa skilað góðum árangri. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir tilvik eins og þetta gefa tilefni til þess að fara heildstætt yfir stöðu fíkniefnamála innan grunnskólanna en að sögn Braga hefur forvarnarstarf skilað góðum árangri. „Eins og við lítum á þetta atvik þá er alltaf ástæða til þess að staldra við þegar börn koma við sögu í fíkniefnamálum. Þetta er samt nánast einsdæmi að ellefu ára gamall drengur sé tekinn með fíkniefni. Við höfum fengið nokkur svipuð tilvik inn á okkar borð en þau eru afar fá. Allt okkar eftirlitskerfi með neyslu barna á grunnskólaaldri segir okkur það að ástandið í þessum efnum hafi farið batnandi á síðustu árum. Kannanir á meðal skólabarna sýna okkur að neysla hefur minnkað og ég þakka því ekki síst hækkun á sjálfræðisaldri sem gerði það að verkum að foreldrar fóru að geta gripið með áhrifaríkari hætti inn í atburðarásina í fleiri tilfellum."
Innlent Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent