Vildi ekki opinbera ágreining hjá Strætó 9. september 2006 05:30 Björk Vilhelmsdóttir Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýsingum um fjárhagsstöðu þess. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. formennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstrarvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með, segir Björk. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar. Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtækisins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrirkomulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtækisins. Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmdastjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgarstjórn. Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmunum Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun. Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýsingum um fjárhagsstöðu þess. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. formennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstrarvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með, segir Björk. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar. Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtækisins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrirkomulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtækisins. Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmdastjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgarstjórn. Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmunum Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun.
Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira