Ofbeldi gegn börnum tilkynnt 940 sinnum 9. september 2006 03:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjölga verður í barnaverndarnefndum til að sinna fjölgun barnaverndarmála. Hátt á sjötta þúsund tilkynningar bárust barnaverndarnefndum á síðasta ári. Um sextán prósent voru vegna ofbeldis gegn börnum og þrjátíu prósent vegna vanrækslu. Forstjóri Barnaverndarstofu hefur áhyggjur af stöðu mála.Barnaverndarstofu bárust 5.879 tilkynningar árið 2005 sem jafngildir því að sextán tilkynningar hafi borist daglega. Tilkynningum fjölgaði um 236 frá árinu 2004 en þá voru þær 5.643. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá Barnaverndarstofu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það áhyggjuefni að ekki hafi verið fjölgað í barnaverndarnefndum þrátt fyrir gríðarlega fjölgun barnaverndarmála. „Sveitarstjórnir þurfa að taka sig saman og leggja meira í þennan málaflokk svo hægt verði að sinna þessum málum með viðunandi hætti." Fjölgun barnaverndarmála. Flestar barnaverndartilkynningar berast frá lögreglunni eða rúmlega helmingur allra tilkynninga. Síðustu ár hafa á þriðja hundrað börn dvalið hjá fósturforeldrum árlega. Bragi segir að um þrjú til fimm mál komi upp á ári þar sem börn séu tekin af foreldrum sínum en að flest úrræði séu reynd áður en til þess komi að svipta foreldra forsjá. „Færri börn eru send í varanlegt fóstur nú en áður en þeim hefur fjölgað sem eru send í skammtímafóstur," segir Bragi. „Þá er fjölgun á annars konar stuðningsúrræðum sem notuð eru til að aðstoða foreldra við að ná betri tökum á foreldrahlutverkinu." Árið 2004 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu eða rétt rúmlega helmingur. Opinberir aðilar tilkynna þrjú af hverjum fjórum málum en ættingjar, nágrannar og aðrir nákomnir barninu tilkynna í einu af hverjum fjórum tilfellum. Árið 2005 bárust 221 tilkynningar um barnaverndarmál í gegnum neyðarlínuna, 112, og segir Bragi þetta samstarf eiga að auðvelda almenningi að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda. Í fyrra skiptust ástæður tilkynninga þannig að 30,3 prósent voru vegna vanrækslu, 15,8 prósent vegna ofbeldis, 53,8 prósent vegna áhættuhegðunar og 0,2 prósent vegna þess að heilsa eða líf ófædds barns var í hættu. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Hátt á sjötta þúsund tilkynningar bárust barnaverndarnefndum á síðasta ári. Um sextán prósent voru vegna ofbeldis gegn börnum og þrjátíu prósent vegna vanrækslu. Forstjóri Barnaverndarstofu hefur áhyggjur af stöðu mála.Barnaverndarstofu bárust 5.879 tilkynningar árið 2005 sem jafngildir því að sextán tilkynningar hafi borist daglega. Tilkynningum fjölgaði um 236 frá árinu 2004 en þá voru þær 5.643. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá Barnaverndarstofu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það áhyggjuefni að ekki hafi verið fjölgað í barnaverndarnefndum þrátt fyrir gríðarlega fjölgun barnaverndarmála. „Sveitarstjórnir þurfa að taka sig saman og leggja meira í þennan málaflokk svo hægt verði að sinna þessum málum með viðunandi hætti." Fjölgun barnaverndarmála. Flestar barnaverndartilkynningar berast frá lögreglunni eða rúmlega helmingur allra tilkynninga. Síðustu ár hafa á þriðja hundrað börn dvalið hjá fósturforeldrum árlega. Bragi segir að um þrjú til fimm mál komi upp á ári þar sem börn séu tekin af foreldrum sínum en að flest úrræði séu reynd áður en til þess komi að svipta foreldra forsjá. „Færri börn eru send í varanlegt fóstur nú en áður en þeim hefur fjölgað sem eru send í skammtímafóstur," segir Bragi. „Þá er fjölgun á annars konar stuðningsúrræðum sem notuð eru til að aðstoða foreldra við að ná betri tökum á foreldrahlutverkinu." Árið 2004 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu eða rétt rúmlega helmingur. Opinberir aðilar tilkynna þrjú af hverjum fjórum málum en ættingjar, nágrannar og aðrir nákomnir barninu tilkynna í einu af hverjum fjórum tilfellum. Árið 2005 bárust 221 tilkynningar um barnaverndarmál í gegnum neyðarlínuna, 112, og segir Bragi þetta samstarf eiga að auðvelda almenningi að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda. Í fyrra skiptust ástæður tilkynninga þannig að 30,3 prósent voru vegna vanrækslu, 15,8 prósent vegna ofbeldis, 53,8 prósent vegna áhættuhegðunar og 0,2 prósent vegna þess að heilsa eða líf ófædds barns var í hættu.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira