Ákærðir fyrir tugi lögbrota 7. september 2006 07:30 Brenndur bíll Einn piltanna kveikti í þessari BMW-bifreið fyrir skemmstu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Mál þriggja pilta sem ákærðir hafa verið fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt til Íslands í janúar á þessu ári var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Piltarnir þrír sóttu kókaínið til óþekkts tengiliðs í Amsterdam eftir að 25 ára gamall maður hér á landi, Mikael Már Pálsson, hafði fengið þá til þess að flytja efnið til landsins. Mikael Már hefur þegar verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning sem ekki tengist þessu tiltekna máli. Piltarnir gengu frá efninu á Hotel Nova í Amsterdam 22. janúar og héldu síðan til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem þeir fluttu efnið hingað til lands. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin á piltunum. Einn piltanna, sem er nítján ára gamall, er að auki ákærður fyrir rúmlega tuttugu önnur lögbrot. Þar á meðal eru fimmtán umferðarlagabrot en flest þeirra eru vegna hraðaksturs, ölvunaraksturs eða aksturs bifreiða án ökuréttinda. Þá er hann einnig ákærður fyrir innbrot og þjófnaði. Lögreglan þurfti meðal annars að hafa átta sinnum afskipti af drengnum vegna umferðarlagabrota, fíkniefnabrota og innbrots, dagana 20. til 27. júní á þessu ári. Átta daga í röð var hann stöðvaður réttindalaus á bifreið, í nokkrum tilvikum undir áhrifum vímuefna. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið tveimur hjólbörðum á álfelgum af bifreið. Þar að auki kveikti hann í tveimur BMW-bifreiðum á bifreiðastæði við bílasöluna Bill.is aðfaranótt 26. júlí. Tjónið er metið á nokkrar milljónir króna en pilturinn hellti eldfimum vökva yfir bílana og kveikti síðan í þeim. Hann brenndist nokkuð í andliti er hann kveikti í bifreiðunum. Hann leitaði sjálfur aðstoðar á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss seinna um nóttina. Þar játaði hann fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreiðunum. Tveir piltanna hafa þegar farið í vímuefnameðferð en þeir eru átján og nítján ára gamlir. Piltarnir hafa átt við fíkniefnavanda að stríða um nokkurra ára skeið og hafa á þeim tíma margsinnis komið við sögu lögreglu, oftast nær fyrir að vera með fíkniefni á sér, ýmist til einkaneyslu eða sölu. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Mál þriggja pilta sem ákærðir hafa verið fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt til Íslands í janúar á þessu ári var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Piltarnir þrír sóttu kókaínið til óþekkts tengiliðs í Amsterdam eftir að 25 ára gamall maður hér á landi, Mikael Már Pálsson, hafði fengið þá til þess að flytja efnið til landsins. Mikael Már hefur þegar verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning sem ekki tengist þessu tiltekna máli. Piltarnir gengu frá efninu á Hotel Nova í Amsterdam 22. janúar og héldu síðan til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem þeir fluttu efnið hingað til lands. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann efnin á piltunum. Einn piltanna, sem er nítján ára gamall, er að auki ákærður fyrir rúmlega tuttugu önnur lögbrot. Þar á meðal eru fimmtán umferðarlagabrot en flest þeirra eru vegna hraðaksturs, ölvunaraksturs eða aksturs bifreiða án ökuréttinda. Þá er hann einnig ákærður fyrir innbrot og þjófnaði. Lögreglan þurfti meðal annars að hafa átta sinnum afskipti af drengnum vegna umferðarlagabrota, fíkniefnabrota og innbrots, dagana 20. til 27. júní á þessu ári. Átta daga í röð var hann stöðvaður réttindalaus á bifreið, í nokkrum tilvikum undir áhrifum vímuefna. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa stolið tveimur hjólbörðum á álfelgum af bifreið. Þar að auki kveikti hann í tveimur BMW-bifreiðum á bifreiðastæði við bílasöluna Bill.is aðfaranótt 26. júlí. Tjónið er metið á nokkrar milljónir króna en pilturinn hellti eldfimum vökva yfir bílana og kveikti síðan í þeim. Hann brenndist nokkuð í andliti er hann kveikti í bifreiðunum. Hann leitaði sjálfur aðstoðar á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss seinna um nóttina. Þar játaði hann fyrir lögreglu að hafa kveikt í bifreiðunum. Tveir piltanna hafa þegar farið í vímuefnameðferð en þeir eru átján og nítján ára gamlir. Piltarnir hafa átt við fíkniefnavanda að stríða um nokkurra ára skeið og hafa á þeim tíma margsinnis komið við sögu lögreglu, oftast nær fyrir að vera með fíkniefni á sér, ýmist til einkaneyslu eða sölu.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira