Markaður leitar jafnvægis 7. september 2006 07:15 Sláturtíð Að mati forsvarsmanna afurðastöðva er kjötmarkaðurinn að leita jafnvægis eftir að kjötafurðir voru seldar undir markaðsverði. Þeir sem reka kjötvinnslur telja hækkanir síðasta árs of háar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Mynd/Hörður Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjötvinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveiflur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostnaðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgjum á einu ári og þar er mest hækkun á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækkun dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðlilega, þótt hann véfengi að hækkunin sé tuttugu prósent, hún sé um ellefu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækkanir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norðlenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækkanir þeirra til úrvinnslustöðva endurspegli hækkanir til framleiðenda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bændasamtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“ Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva frá því í júní 2005. Forsvarsmenn kjötvinnslustöðva telja hækkanirnar óeðlilega háar. Forsvarsmenn afurðastöðva eru því ósammála og telja að markaðurinn sé að leita jafnvægis eftir miklar verðsveiflur á undanförnum árum. Fullyrt er að kjöt hafi verið selt undir kostnaðarverði um árabil. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að verð kjötvöru sem hans fyrirtæki kaupi til úrvinnslu hafi hækkað allt að tuttugu prósent frá sínum birgjum á einu ári og þar er mest hækkun á svínakjöti. Þessa hækkun staðfesta forsvarsmenn annarra fyrirtækja í kjötvinnslu, en hækkun dilka- og ungnautakjöts er um sautján prósent. Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss, segir ástæðuna fyrir hækkunum eðlilega, þótt hann véfengi að hækkunin sé tuttugu prósent, hún sé um ellefu prósent eins og verðhækkun til bænda. „Þetta eru almennar hækkanir á markaði auk þess sem kjötið á sínum tíma var á alltof lágu verði. Kjötmarkaðurinn hefur verið að leita jafnvægis í heild sinni, sem skilar sér í hærra verði til bænda. Mönnum hlýtur að vera í fersku minni að fyrir 2005 var verðið langt fyrir neðan kostnaðarverð, sem sést á öllum þeim gjaldþrotum sem voru í þessari grein. Verðhækkanir núna ættu því ekki að koma svo mikið á óvart.“ Ingvi Stefánsson, varaformaður í stjórn Norðlenska ehf., segist ekki hissa á því að fyrirtæki sem ekki séu með slátrun beri sig illa. „Þeir sem eru ekki með allt ferlið á sinni könnu finna fyrst fyrir því þegar eftirspurn er meiri en framboð á markaðnum. Þessir aðilar nutu líka góðs af offramboðinu sem var hér á árunum 2002 til 2004. Þá voru þeir að fá kjöt frá sláturleyfishöfum á mjög góðum kjörum.“ Ingvi segir að sláturleyfishafar, eins og Norðlenska, reki kjötvinnslu jafnhliða slátrun og kaupi allt fé af bændum á fæti. „Því ættu fyrirtæki, sem hafa góða framlegð út úr því að vinna kjöt sjálfir, ekki að leggja á kjöt sem er selt til annarra.“ Forsvarsmenn samtaka bænda telja að meira eigi að skila sér til framleiðenda, en forsvarsmenn afurðastöðvanna fullyrða að hækkanir þeirra til úrvinnslustöðva endurspegli hækkanir til framleiðenda. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að verð til bænda frá hans fyrirtæki hafi hækkað mun meira en Bændasamtökin hafi upplýsingar um. „Það er aftur á móti rétt að hlutur bænda hefur minnkað á meðan hlutur smásöluálagningar hefur aukist.“
Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira