Íslendingar gengu á "þaki heimsins" 6. september 2006 07:15 Hallgrímur Magnússon Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson náðu á mánudaginn alla leið upp á Lenínstind. Þetta er 7.134 m tindur í Trans-Alay fjallgarðinum á landamærum Tadsíkistan og Kirgisistan, í óásjálegu fjallasvæði sem gengur jafnan undir nafninu "Þak heimsins". Þeir höfðu verið lengi á leiðinni því gangan hófst 25. ágúst. Síðasti spretturinn, frá þriðju búðum og upp á topp, tók níu tíma í nístingskulda (mínus 20 gráður auk vindkælingar) og dauðsáu ferðalangarnir eftir forláta dúnbuxum sem þeir skildu eftir neðar í fjallinu. Tindurinn var fyrst klifinn árið 1928 af þremur Þjóðverjum en er nú vinsæll hjá lengra komnum fjallaklifrurum. Ganga tvímenningana er þó utan hefðbundins ferðamannatíma og af fjórum leiðöngrum sem voru að flækjast á fjallinu á sama tíma náðu þeir einir á tindinn, enda vel sjóaðir úr íslenskum aðstæðum. Rússneskur leiðsögumaður sem hafði verið með mexíkönskum hópi flaut með Íslendingunum á toppinn, því Mexíkóarnir höfðu gefist upp og snúið við. Á heimasíðu Útivistar (www.utivist.is) má fylgjast með ferðum garpanna, en þeir hafa samband einu sinni á dag í gegnum gervihnattarsíma. Nú tekur við löng og ströng ganga til byggða. Óvönum ferðalöngum hættir oft til að vera kærulausir á niðurleiðinni en það á varla við um þá Hallgrím og Leif því fáir hafa meiri reynslu af fjallamennsku en félagarnir. Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson náðu á mánudaginn alla leið upp á Lenínstind. Þetta er 7.134 m tindur í Trans-Alay fjallgarðinum á landamærum Tadsíkistan og Kirgisistan, í óásjálegu fjallasvæði sem gengur jafnan undir nafninu "Þak heimsins". Þeir höfðu verið lengi á leiðinni því gangan hófst 25. ágúst. Síðasti spretturinn, frá þriðju búðum og upp á topp, tók níu tíma í nístingskulda (mínus 20 gráður auk vindkælingar) og dauðsáu ferðalangarnir eftir forláta dúnbuxum sem þeir skildu eftir neðar í fjallinu. Tindurinn var fyrst klifinn árið 1928 af þremur Þjóðverjum en er nú vinsæll hjá lengra komnum fjallaklifrurum. Ganga tvímenningana er þó utan hefðbundins ferðamannatíma og af fjórum leiðöngrum sem voru að flækjast á fjallinu á sama tíma náðu þeir einir á tindinn, enda vel sjóaðir úr íslenskum aðstæðum. Rússneskur leiðsögumaður sem hafði verið með mexíkönskum hópi flaut með Íslendingunum á toppinn, því Mexíkóarnir höfðu gefist upp og snúið við. Á heimasíðu Útivistar (www.utivist.is) má fylgjast með ferðum garpanna, en þeir hafa samband einu sinni á dag í gegnum gervihnattarsíma. Nú tekur við löng og ströng ganga til byggða. Óvönum ferðalöngum hættir oft til að vera kærulausir á niðurleiðinni en það á varla við um þá Hallgrím og Leif því fáir hafa meiri reynslu af fjallamennsku en félagarnir.
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira