Nálgunarbann ekki nógu skilvirkt tæki 6. september 2006 08:00 Héraðsdómur Um 1.100 konur eru taldar verða fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi árlega. Enn fleiri verða fyrir andlegu ofbeldi en lítill hluti þess ratar inn á borð til yfirvalda. Börn geta orðið fyrir varanlegum skaða alist þau upp við heimilisofbeldi. Mynd/Vísir Andrés Ragnarsson sálfræðingur tekur heilshugar undir með Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, og Bjarnþóri Aðalsteinssyni, lögreglufulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, en þau vilja að nálgunarbannslöggjöfinni verði breytt svo hægt verði að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Ég er sammála því að hin svokallaða austurríska leið sé til bóta og það er augljóst að nálgunarbannið þarf að virka sem betra hjálpartæki fyrir lögregluna, sagði Andrés. Hann hefur unnið með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar, ásamt samstarfsmanni sínum Einari Gylfasyni, en það var endurvakið á vormánuðum þessa árs. Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi, sagði Andrés. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp á Alþingi um lagabreytingu sem gerir ráð fyrir upptöku hinnar austurrísku leiðar. Með henni er gert ráð fyrir því að lögreglan geti beitt nálgunarbanni með skömmum fyrirvara þolendum ofbeldisbrota til gagns, og þeim síðan hjálpað við að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Stuðningur hefur ekki verið nægur um frumvarpið innan þingsins en sams konar leið hefur verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eftir að hún var fyrst kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að koma á sérstöku ákvæði í lögum sem tekur til heimilisofbeldis. Ég hef lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Það sem ríkisstjórnin gerði á síðasta þingi var að setja refsiþyngingarástæðu í lögin vegna heimilisofbeldis, en mér finnst þessi mál ekki aðeins snúast um að þyngja refsingarnar heldur einnig um það hvort löggjafinn nái utan um þessa glæpi. Það hefur lítið að segja að setja sérstök refsiþyngingarákvæði í lög ef málin komast ekki í gegnum kerfið, eins og sást nokkuð skýrlega á forsíðu Fréttablaðisins í gær. Ég held að það sé eðlilegast að koma í lög sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi svo hægt sé að taka á þessum málum með skilvirkum hætti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála verið tekið til ákærumeðferðar það sem af er ári, en samkvæmt nýjustu tölum hafa tæplega 300 mál komið inn á borð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Andrés Ragnarsson sálfræðingur tekur heilshugar undir með Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, og Bjarnþóri Aðalsteinssyni, lögreglufulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, en þau vilja að nálgunarbannslöggjöfinni verði breytt svo hægt verði að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Ég er sammála því að hin svokallaða austurríska leið sé til bóta og það er augljóst að nálgunarbannið þarf að virka sem betra hjálpartæki fyrir lögregluna, sagði Andrés. Hann hefur unnið með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar, ásamt samstarfsmanni sínum Einari Gylfasyni, en það var endurvakið á vormánuðum þessa árs. Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi, sagði Andrés. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp á Alþingi um lagabreytingu sem gerir ráð fyrir upptöku hinnar austurrísku leiðar. Með henni er gert ráð fyrir því að lögreglan geti beitt nálgunarbanni með skömmum fyrirvara þolendum ofbeldisbrota til gagns, og þeim síðan hjálpað við að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Stuðningur hefur ekki verið nægur um frumvarpið innan þingsins en sams konar leið hefur verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eftir að hún var fyrst kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að koma á sérstöku ákvæði í lögum sem tekur til heimilisofbeldis. Ég hef lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Það sem ríkisstjórnin gerði á síðasta þingi var að setja refsiþyngingarástæðu í lögin vegna heimilisofbeldis, en mér finnst þessi mál ekki aðeins snúast um að þyngja refsingarnar heldur einnig um það hvort löggjafinn nái utan um þessa glæpi. Það hefur lítið að segja að setja sérstök refsiþyngingarákvæði í lög ef málin komast ekki í gegnum kerfið, eins og sást nokkuð skýrlega á forsíðu Fréttablaðisins í gær. Ég held að það sé eðlilegast að koma í lög sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi svo hægt sé að taka á þessum málum með skilvirkum hætti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála verið tekið til ákærumeðferðar það sem af er ári, en samkvæmt nýjustu tölum hafa tæplega 300 mál komið inn á borð lögreglu vegna heimilisofbeldis.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira