Tryggingasvikin skipta þúsundum 5. september 2006 08:00 framkvæmdastjóri hjá Sjóvá "Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu," segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Lögreglan fékk þrjú til fjögur tryggingasvikamál á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-2004. Útilokað er að tryggingasvikin séu svo fá hér á landi. Ef tryggingasvik eru hlutfallslega jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum ættu málin að vera um tvö þúsund en heildarfjöldi tjóna er um 45 þúsund í landinu öllu á ári. Það er að mati framkvæmdastjóra Sjóvár því aðeins brotabrot af tryggingasvikamálunum sem koma á borð lögreglunnar. Tryggingasvikamál skiptast í tvennt; atburðir eru settir á svið til að fá bætur og ýktar bótakröfur. Ég hef miklar áhyggjur af síðari málunum því að þeir sem fremja brotin eru venjulegt fólk. Viðhorf þess er það sama og gagnvart til dæmis sköttum, að það sé allt í lagi að hagræða sannleikanum og ýkja tjónið til að fá meira en það á að fá, segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Tryggingafélögin njóta ekki samúðar í þjóðfélaginu. Fólk gengur á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg brot. Brotaþolinn er svo stór, heilt tryggingafélag sem sýnir góðar afkomutölur en þetta er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn. Iðgjöldin hækka eftir því sem tjónin eru meiri. Fá eða engin þeirra mála sem komu til lögreglu 2000-2004 höfðu náð inn í dómssali árið 2004. Í skýrslu um tryggingasvik sem Sjóvá hefur látið taka saman koma fram vangaveltur um hvort sparnaður sem hafi verið áberandi hjá lögreglu á Íslandi undanfarin ár, hafi áhrif á gæði rannsókna í tryggingasvikamálum en Þóra segir ekki hægt að kenna lögreglu um. Sjóvá ætlar að fara í átak gegn tryggingasvikum og efla rannsóknarvinnu í málum þar sem grunur um tryggingasvik vaknar. Við stöndum fyrst og fremst frammi fyrir sönnunarvandræðum. Við treystum okkar viðskiptavinum en ef það vaknar grunur, til dæmis þar sem fjárhæðir í innbrotum fara upp úr öllu valdi eða atburðarásin hefur á sér einhvern ólíkindablæ, þá getum við lent í vandræðum með sönnunargögn, segir hún. Þóra segir að Sjóvá muni fylgja málum betur eftir og vera meira á vettvangi til að kanna tilurð atvika. Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu og að þessi mál fái eins mikinn forgang hjá lögreglu og hægt er. Það krefst þess að við þurfum að sýna fram á að okkar grunsemdir eigi við rök að styðjast. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Lögreglan fékk þrjú til fjögur tryggingasvikamál á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-2004. Útilokað er að tryggingasvikin séu svo fá hér á landi. Ef tryggingasvik eru hlutfallslega jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum ættu málin að vera um tvö þúsund en heildarfjöldi tjóna er um 45 þúsund í landinu öllu á ári. Það er að mati framkvæmdastjóra Sjóvár því aðeins brotabrot af tryggingasvikamálunum sem koma á borð lögreglunnar. Tryggingasvikamál skiptast í tvennt; atburðir eru settir á svið til að fá bætur og ýktar bótakröfur. Ég hef miklar áhyggjur af síðari málunum því að þeir sem fremja brotin eru venjulegt fólk. Viðhorf þess er það sama og gagnvart til dæmis sköttum, að það sé allt í lagi að hagræða sannleikanum og ýkja tjónið til að fá meira en það á að fá, segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Tryggingafélögin njóta ekki samúðar í þjóðfélaginu. Fólk gengur á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg brot. Brotaþolinn er svo stór, heilt tryggingafélag sem sýnir góðar afkomutölur en þetta er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn. Iðgjöldin hækka eftir því sem tjónin eru meiri. Fá eða engin þeirra mála sem komu til lögreglu 2000-2004 höfðu náð inn í dómssali árið 2004. Í skýrslu um tryggingasvik sem Sjóvá hefur látið taka saman koma fram vangaveltur um hvort sparnaður sem hafi verið áberandi hjá lögreglu á Íslandi undanfarin ár, hafi áhrif á gæði rannsókna í tryggingasvikamálum en Þóra segir ekki hægt að kenna lögreglu um. Sjóvá ætlar að fara í átak gegn tryggingasvikum og efla rannsóknarvinnu í málum þar sem grunur um tryggingasvik vaknar. Við stöndum fyrst og fremst frammi fyrir sönnunarvandræðum. Við treystum okkar viðskiptavinum en ef það vaknar grunur, til dæmis þar sem fjárhæðir í innbrotum fara upp úr öllu valdi eða atburðarásin hefur á sér einhvern ólíkindablæ, þá getum við lent í vandræðum með sönnunargögn, segir hún. Þóra segir að Sjóvá muni fylgja málum betur eftir og vera meira á vettvangi til að kanna tilurð atvika. Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu og að þessi mál fái eins mikinn forgang hjá lögreglu og hægt er. Það krefst þess að við þurfum að sýna fram á að okkar grunsemdir eigi við rök að styðjast.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira