Tuttugu og sex ára karlmaður var í gær ákærður fyrir þjófnað og fjársvik.
Maðurinn er ákærður fyrir að stela fartölvu í Verzlunarskólanum í febrúar síðastliðnum. Í apríl gerði maðurinn sér svo lítið fyrir og stal sex páskaeggjum úr verslun 11/11 að verðmæti tæplega átta þúsund krónur.
Auk þess var maðurinn ákærður fyrir að hafa tvisvar blekkt starfsmenn á bensínstöðum fyrir að láta sig fá sígarettupakka og tvö símakort sem ákærði þóttist ætla að kaupa, en stakk svo af.