Nítján ára karlmaður var ákærður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir ýmis lögbrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í vörslu sinni smáræði af hassi sem lögreglumenn fundu við húsleit í maímánuði í fyrra, en þá var maðurinn átján ára að aldri.
Maðurinn var handtekinn í júnímánuði sama ár í verslunarmiðstöðinni Kringlunni með tæp tvö grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni í vörslu sinni og bitvopn.
Loks var maðurinn ákærður fyrir að aka ökuréttindalaus þrívegis á þessu ári.