Fáir útlendingar á bótum 28. ágúst 2006 07:45 Erlendir verkamenn Erlendir starfsmenn, sem fá tímabundið atvinnuleyfi hjá ákveðnu fyrirtæki, geta ekki fengið atvinnuleysisbætur, missi þeir vinnuna. Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. Atvinnuleysi meðal útlendinga er minna en meðal Íslendinga sjálfra, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestir útlendingar koma hingað til þess að vinna. Til að hljóta 25 prósent atvinnuleysisbætur þarf viðkomandi að hafa unnið í þrjá mánuði samfleytt á íslenskum vinnumarkaði. Starfsmenn frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins geta þó yfirfært rétt sinn frá heimalandinu til að hljóta hundrað prósent bætur strax eftir þrjá mánuði, að sögn Jóngeirs H. Hlinasonar, deildarstjóra atvinnuleysistrygginga hjá Vinnumálastofnun. Þeir sem eru með bundið atvinnuleyfi hafa ekki atvinnubótarétt, segir Gissur. Þeir sem eru ráðnir tímabundið til starfa við ákveðið fyrirtæki, líkt og tíðkast hjá Impregilo og Bechtel fyrir austan, hafa því ekki rétt til að sækja um bætur. Það þarf grænt kort til að hljóta atvinnubótarétt. Það er bara bull þegar því er haldið fram að útlendingar komi hingað og lifi á bótum, segir Gissur. Það er engin tölfræði sem styður það. Almenn skilyrði til fæðingarorlofsgreiðslna á Íslandi er að hafa verið í að minnsta kosti 25 prósent starfi á íslenskum vinnumarkaði seinustu sex mánuði fyrir fæðingu barnsins. Lágmarksgreiðsla til foreldris í 25 til 49 prósenta starfi er 70.543 krónur á mánuði. Þessi sömu skilyrði gilda um erlenda starfsmenn jafnt og Íslendinga. Hallveig Thordarson, deildarstjóri fæðingarorlofsdeildar hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir að eitthvað hafi verið um umsóknir frá erlendum starfsmönnum. Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Sjá meira
Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. Atvinnuleysi meðal útlendinga er minna en meðal Íslendinga sjálfra, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestir útlendingar koma hingað til þess að vinna. Til að hljóta 25 prósent atvinnuleysisbætur þarf viðkomandi að hafa unnið í þrjá mánuði samfleytt á íslenskum vinnumarkaði. Starfsmenn frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins geta þó yfirfært rétt sinn frá heimalandinu til að hljóta hundrað prósent bætur strax eftir þrjá mánuði, að sögn Jóngeirs H. Hlinasonar, deildarstjóra atvinnuleysistrygginga hjá Vinnumálastofnun. Þeir sem eru með bundið atvinnuleyfi hafa ekki atvinnubótarétt, segir Gissur. Þeir sem eru ráðnir tímabundið til starfa við ákveðið fyrirtæki, líkt og tíðkast hjá Impregilo og Bechtel fyrir austan, hafa því ekki rétt til að sækja um bætur. Það þarf grænt kort til að hljóta atvinnubótarétt. Það er bara bull þegar því er haldið fram að útlendingar komi hingað og lifi á bótum, segir Gissur. Það er engin tölfræði sem styður það. Almenn skilyrði til fæðingarorlofsgreiðslna á Íslandi er að hafa verið í að minnsta kosti 25 prósent starfi á íslenskum vinnumarkaði seinustu sex mánuði fyrir fæðingu barnsins. Lágmarksgreiðsla til foreldris í 25 til 49 prósenta starfi er 70.543 krónur á mánuði. Þessi sömu skilyrði gilda um erlenda starfsmenn jafnt og Íslendinga. Hallveig Thordarson, deildarstjóri fæðingarorlofsdeildar hjá Tryggingastofnun ríkisins, segir að eitthvað hafi verið um umsóknir frá erlendum starfsmönnum.
Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Sjá meira