Hundruð erlendra manna óskráð 28. ágúst 2006 07:15 Vilhjálmur Birgisson Þjóðskráin afgreiðir um eitthundrað nýjar kennitölur fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækja á hverjum degi og hefur samt ekki undan. Sex til átta vikur tekur að afgreiða kennitölurnar. Lögum samkvæmt á að gera það á tíu virkum dögum. Nýju lögin, sem sett voru 1. maí, halda hvorki vatni né vindum. Eftirlit átti að vera með því hversu margir erlendir starfsmenn kæmu til landsins en enginn veit hversu margir útlendingarnir eru, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fyrirtæki eiga að skila ráðningarsamningum við erlenda starfsmenn til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá því starfsmaðurinn hefur störf en gera ekki. Fyrirtækin geta ekki heldur staðið skil á staðgreiðslu skatta þegar kennitölu vantar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir nokkuð til í gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar en unnið sé ötullega að lausn málsins. Fulltrúar Vinnumálastofnunar eigi þessa dagana fundi með starfsmönnum Þjóðskrárinnar og skattyfirvalda. Í byrjun september eigum við von á að geta samkeyrt skrár og kennitölur til að finna út hverjir fá greidd laun án þess að vera skráðir. Höfuðmáli skiptir að vinnuveitendur sem leggja inn ósk um kennitölu sendi okkur afrit af ráðningarsamningi en þeir virðast ekki gera það, segir Gissur. Hann tekur fram að töf á afgreiðslu kennitölu gefi vinnuveitendum ekki rétt á að bíða með að senda inn ráðningarsamning en vinnuveitendur virðist hafa misskilið þetta. Áhyggjur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um að svört atvinnustarfsemi hafi eða muni aukast vegna ástandsins hjá hinu opinbera. Gissur segir hægt að leiða líkur að því að þeir skipti hundruðum erlendu starfsmennirnir sem hafi verið óskráðir hér á landi í sumar. Við höfum þetta ekki fast í hendi. Vinnumálastofnun hefur heimild til að grípa til dagsekta sé ekki farið að lögum. Gissur segir að ekki hafi verið tilefni til að grípa til þessarar heimildar en ekki sé útilokað að það verði gert þegar stofnunin hafi fengið fullvissu sína um að tilkynningarskyldan sé öllum skýr. Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Sjá meira
Þjóðskráin afgreiðir um eitthundrað nýjar kennitölur fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækja á hverjum degi og hefur samt ekki undan. Sex til átta vikur tekur að afgreiða kennitölurnar. Lögum samkvæmt á að gera það á tíu virkum dögum. Nýju lögin, sem sett voru 1. maí, halda hvorki vatni né vindum. Eftirlit átti að vera með því hversu margir erlendir starfsmenn kæmu til landsins en enginn veit hversu margir útlendingarnir eru, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fyrirtæki eiga að skila ráðningarsamningum við erlenda starfsmenn til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá því starfsmaðurinn hefur störf en gera ekki. Fyrirtækin geta ekki heldur staðið skil á staðgreiðslu skatta þegar kennitölu vantar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir nokkuð til í gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar en unnið sé ötullega að lausn málsins. Fulltrúar Vinnumálastofnunar eigi þessa dagana fundi með starfsmönnum Þjóðskrárinnar og skattyfirvalda. Í byrjun september eigum við von á að geta samkeyrt skrár og kennitölur til að finna út hverjir fá greidd laun án þess að vera skráðir. Höfuðmáli skiptir að vinnuveitendur sem leggja inn ósk um kennitölu sendi okkur afrit af ráðningarsamningi en þeir virðast ekki gera það, segir Gissur. Hann tekur fram að töf á afgreiðslu kennitölu gefi vinnuveitendum ekki rétt á að bíða með að senda inn ráðningarsamning en vinnuveitendur virðist hafa misskilið þetta. Áhyggjur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um að svört atvinnustarfsemi hafi eða muni aukast vegna ástandsins hjá hinu opinbera. Gissur segir hægt að leiða líkur að því að þeir skipti hundruðum erlendu starfsmennirnir sem hafi verið óskráðir hér á landi í sumar. Við höfum þetta ekki fast í hendi. Vinnumálastofnun hefur heimild til að grípa til dagsekta sé ekki farið að lögum. Gissur segir að ekki hafi verið tilefni til að grípa til þessarar heimildar en ekki sé útilokað að það verði gert þegar stofnunin hafi fengið fullvissu sína um að tilkynningarskyldan sé öllum skýr.
Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Sjá meira