Valgerður sökuð um að leyna skýrslunni 27. ágúst 2006 08:00 Valgerður Sverrisdóttir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, sakar Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, um að hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um áhyggjur hans vegna öryggis- og umhverfisatriða við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Segir Kristinn jafnframt að til þess gæti komið að Valgerður þyrfti að segja af sér vegna málsins. Ég gerði ekkert sem ekki stenst í þessu máli, segir Valgerður. Grímur gerði nokkrar athugasemdir sem lúta að öryggi virkjunnar og var þeim komið á framfæri við Landsvirkjun og ráðuneytið. Síðan var haldinn fundur með fulltrúum Orkustofnunar, þar á meðal Grími, og fulltrúum frá Landsvirkjun og jarðfræðingum. Menn tóku þetta alvarlega. Valgerður segir að á fundinum hafi öll atriði skýrslunnar verið hrakin nema eitt, en það laut að kostnaði við framkvæmd virkjunarinnar. Kostnaður við virkjunina er ekki eitthvað sem Alþingi hefur til umfjöllunar. Plögg um þetta eru því ekki opinber, segir Valgerður. Valgerður telur ekki hafa verið þörf á að leggja fram skriflegar áhyggjur Gríms og niðurstöðu fundarins fyrir Alþingi. Þingmenn eru ekki sérfræðingar á þessu sviði og það er ekki þeirra hlutverk að fara ofan í svona hluti. Þessum athugasemdum var svarað á þessum fundi og þess vegna eru þær út úr heiminum að mínu mati, segir Valgerður. Valgerður nefndi skýrsluna í ræðu á Alþingi 14. apríl í fyrra, rúmum þremur árum eftir að hún var lögð fram af Grími. Í ræðunni nefndi hún að sérfræðingar hefðu hrakið flest atriði skýrslunnar og sérfræðingar Alcoa hafi komist að sömu niðurstöðum. Það er alvarlegt mál ef upplýsingum er haldið frá Alþingi, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Eitt af stærstu málunum í þessari ákvörðun var að setja ríkið í 100 milljarða skuld vegna þessarar framkvæmdar. Alþingi ætti að fá allar upplýsingar í þessum málum og svo er alþingismanna að vega og meta þær. Ég minnist þess ekki að hafa fengið neinar upplýsingar um þessa skýrslu fyrr en nú, segir Kristinn. Valgerður vildi ekkert tjá sig um athugasemdir Kristins. Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, sakar Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, um að hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um áhyggjur hans vegna öryggis- og umhverfisatriða við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Segir Kristinn jafnframt að til þess gæti komið að Valgerður þyrfti að segja af sér vegna málsins. Ég gerði ekkert sem ekki stenst í þessu máli, segir Valgerður. Grímur gerði nokkrar athugasemdir sem lúta að öryggi virkjunnar og var þeim komið á framfæri við Landsvirkjun og ráðuneytið. Síðan var haldinn fundur með fulltrúum Orkustofnunar, þar á meðal Grími, og fulltrúum frá Landsvirkjun og jarðfræðingum. Menn tóku þetta alvarlega. Valgerður segir að á fundinum hafi öll atriði skýrslunnar verið hrakin nema eitt, en það laut að kostnaði við framkvæmd virkjunarinnar. Kostnaður við virkjunina er ekki eitthvað sem Alþingi hefur til umfjöllunar. Plögg um þetta eru því ekki opinber, segir Valgerður. Valgerður telur ekki hafa verið þörf á að leggja fram skriflegar áhyggjur Gríms og niðurstöðu fundarins fyrir Alþingi. Þingmenn eru ekki sérfræðingar á þessu sviði og það er ekki þeirra hlutverk að fara ofan í svona hluti. Þessum athugasemdum var svarað á þessum fundi og þess vegna eru þær út úr heiminum að mínu mati, segir Valgerður. Valgerður nefndi skýrsluna í ræðu á Alþingi 14. apríl í fyrra, rúmum þremur árum eftir að hún var lögð fram af Grími. Í ræðunni nefndi hún að sérfræðingar hefðu hrakið flest atriði skýrslunnar og sérfræðingar Alcoa hafi komist að sömu niðurstöðum. Það er alvarlegt mál ef upplýsingum er haldið frá Alþingi, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Eitt af stærstu málunum í þessari ákvörðun var að setja ríkið í 100 milljarða skuld vegna þessarar framkvæmdar. Alþingi ætti að fá allar upplýsingar í þessum málum og svo er alþingismanna að vega og meta þær. Ég minnist þess ekki að hafa fengið neinar upplýsingar um þessa skýrslu fyrr en nú, segir Kristinn. Valgerður vildi ekkert tjá sig um athugasemdir Kristins.
Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira