Eiturefnamóttaka í ljósum logum 26. ágúst 2006 07:00 Því fylgir mikil óvissa að fara inn í eld við þessar aðstæður. Maður veit ekkert hvað er þarna inni. Þarna geta verið allskonar efni og von á sprengingum svo þetta er öðruvísi tilfinning en að fara inn í venjulegt hús. Já, það var mjög óhugnanlegt að fara inn í húsið, sagði Gunnar Rúnar Ólafsson reykkafari, nýkominn út úr eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi sem varð eldi að bráð í gær. Áður en slökkvilið kom á staðinn varð sprenging í húsinu sem var nægilega kraftmikil til að stór móttökuhurð fór af hjörum og lenti út á vinnusvæðið fyrir framan húsið. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum eftir að sprengingar heyrðust í eiturefnamóttökunni. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri stjórnaði aðgerðum á staðnum. Eldur eins og þessi setur okkur alltaf í ákveðna viðbragðsstöðu. Við hringdum út stóra úthringingu sem þýðir að við köllum út allan okkar mannskap og einnig þá sem eru á frívakt. Við settum af stað okkar stærsta viðbúnað hér í kvöld. Mikill viðbúnaður var við Efnamóttökuna á meðan á aðgerðum stóð. Fimmtán til tuttugu bílar frá lögreglu og slökkviliði, þar af 5 sjúkrabílar voru til reiðu þar til slökkvistarfi lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Jón Viðar segir að tíu reykkafarar hafi verið við störf og sérstakur viðbúnaður hafi verið viðhafður vegna eiturefnanna. Okkar mannskapur er í eiturefnagöllum utanyfir eldgallana því þarna inni eru margskonar eiturefni sem við vitum ekki hver eru þegar við komum á staðinn. Við göngum því til verka viðbúnir því að hvaða efni sem er séu inni í eldinum. Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar hf., segir eldinn hafa komið upp í rafmagnsbúnaði en ekki í vél sem eymar leysiefni frá bílaiðnaði eins og upphaflega var talið. Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Því fylgir mikil óvissa að fara inn í eld við þessar aðstæður. Maður veit ekkert hvað er þarna inni. Þarna geta verið allskonar efni og von á sprengingum svo þetta er öðruvísi tilfinning en að fara inn í venjulegt hús. Já, það var mjög óhugnanlegt að fara inn í húsið, sagði Gunnar Rúnar Ólafsson reykkafari, nýkominn út úr eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi sem varð eldi að bráð í gær. Áður en slökkvilið kom á staðinn varð sprenging í húsinu sem var nægilega kraftmikil til að stór móttökuhurð fór af hjörum og lenti út á vinnusvæðið fyrir framan húsið. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum eftir að sprengingar heyrðust í eiturefnamóttökunni. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri stjórnaði aðgerðum á staðnum. Eldur eins og þessi setur okkur alltaf í ákveðna viðbragðsstöðu. Við hringdum út stóra úthringingu sem þýðir að við köllum út allan okkar mannskap og einnig þá sem eru á frívakt. Við settum af stað okkar stærsta viðbúnað hér í kvöld. Mikill viðbúnaður var við Efnamóttökuna á meðan á aðgerðum stóð. Fimmtán til tuttugu bílar frá lögreglu og slökkviliði, þar af 5 sjúkrabílar voru til reiðu þar til slökkvistarfi lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Jón Viðar segir að tíu reykkafarar hafi verið við störf og sérstakur viðbúnaður hafi verið viðhafður vegna eiturefnanna. Okkar mannskapur er í eiturefnagöllum utanyfir eldgallana því þarna inni eru margskonar eiturefni sem við vitum ekki hver eru þegar við komum á staðinn. Við göngum því til verka viðbúnir því að hvaða efni sem er séu inni í eldinum. Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar hf., segir eldinn hafa komið upp í rafmagnsbúnaði en ekki í vél sem eymar leysiefni frá bílaiðnaði eins og upphaflega var talið.
Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira