Fimm Íslendingar eftirlýstir af Interpol 26. ágúst 2006 08:00 Fíkniefni Kókaín Fimm manns eru eftirlýstir af Interpol vegna brota sem framin voru hérlendis, þar af einn útlendingur, samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra. Þá er einn Íslendingur til viðbótar eftirlýstur vegna brota sem hann framdi erlendis. Þrjú þessara mála eru nauðgunarmál. Einn maðurinn hefur verið kærður fyrir nauðgun en stakk af áður en tókst að birta honum ákæruna. Tveir mannanna, annar þeirra Davíð Garðarsson, hafa verið dæmdir fyrir nauðgun en flúðu úr landi áður en þeir afplánuðu refsinguna. Hinir tveir sem brutu af sér hérlendis eiga styttri dóma yfir höfði sér fyrir smærri brot. Fimmti Íslendingurinn er á flótta undan réttvísinni vegna brots sem hann framdi erlendis, og er þar um peningaþvætti að ræða. Sá sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol hefur verið það frá árinu 2003. Davíð Garðarsson, sem á eftir að afplána tveggja og hálfs árs dóm vegna nauðgunar á Íslandi, hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvalið í Brasilíu í talsverðan tíma undanfarið en er nú staddur í Amsterdam. Hlynur Smári Sigurðsson, 23 ára Íslendingur, sagði í Fréttablaðinu í gær frá skelfilegri reynslu af fangavist í Brasilíu, en hann hefur dúsað í fangelsi í bænum Porto Seguro frá því að hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla tveimur kíló af kókaíni úr landi fyrir þremur mánuðum. Þar hefur verið reynt að myrða hann margsinnis, hann gengur um með tálgaðan tannbursta og hefur stungið samfanga sinn í sjálfsvörn. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað Hlyn, og annan Íslending sem handtekinn var í Brasilíu með 12 kíló af hassi í fórum sínum á dögnum, við að útvega þeim lögfræðiaðstoð. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hefur mál Hlyns ekki verið tekið til skoðunar að öðru leyti. Við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur. Dómur hefur ekki fallið í málinu og því er það ekki á því stigi að það sé til umræðu hjá okkur. Pétur segir að ef ráðuneytið á að beita sér fyrir því að Íslendingur afpláni dóm á Íslandi sem hann hlýtur erlendis þá þurfi ráðuneytinu að berast undirrituð beiðni um það frá viðkomandi sakamanni. Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Sjá meira
Fimm manns eru eftirlýstir af Interpol vegna brota sem framin voru hérlendis, þar af einn útlendingur, samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra. Þá er einn Íslendingur til viðbótar eftirlýstur vegna brota sem hann framdi erlendis. Þrjú þessara mála eru nauðgunarmál. Einn maðurinn hefur verið kærður fyrir nauðgun en stakk af áður en tókst að birta honum ákæruna. Tveir mannanna, annar þeirra Davíð Garðarsson, hafa verið dæmdir fyrir nauðgun en flúðu úr landi áður en þeir afplánuðu refsinguna. Hinir tveir sem brutu af sér hérlendis eiga styttri dóma yfir höfði sér fyrir smærri brot. Fimmti Íslendingurinn er á flótta undan réttvísinni vegna brots sem hann framdi erlendis, og er þar um peningaþvætti að ræða. Sá sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol hefur verið það frá árinu 2003. Davíð Garðarsson, sem á eftir að afplána tveggja og hálfs árs dóm vegna nauðgunar á Íslandi, hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvalið í Brasilíu í talsverðan tíma undanfarið en er nú staddur í Amsterdam. Hlynur Smári Sigurðsson, 23 ára Íslendingur, sagði í Fréttablaðinu í gær frá skelfilegri reynslu af fangavist í Brasilíu, en hann hefur dúsað í fangelsi í bænum Porto Seguro frá því að hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla tveimur kíló af kókaíni úr landi fyrir þremur mánuðum. Þar hefur verið reynt að myrða hann margsinnis, hann gengur um með tálgaðan tannbursta og hefur stungið samfanga sinn í sjálfsvörn. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað Hlyn, og annan Íslending sem handtekinn var í Brasilíu með 12 kíló af hassi í fórum sínum á dögnum, við að útvega þeim lögfræðiaðstoð. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hefur mál Hlyns ekki verið tekið til skoðunar að öðru leyti. Við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur. Dómur hefur ekki fallið í málinu og því er það ekki á því stigi að það sé til umræðu hjá okkur. Pétur segir að ef ráðuneytið á að beita sér fyrir því að Íslendingur afpláni dóm á Íslandi sem hann hlýtur erlendis þá þurfi ráðuneytinu að berast undirrituð beiðni um það frá viðkomandi sakamanni.
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Sjá meira