Fimm Íslendingar eftirlýstir af Interpol 26. ágúst 2006 08:00 Fíkniefni Kókaín Fimm manns eru eftirlýstir af Interpol vegna brota sem framin voru hérlendis, þar af einn útlendingur, samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra. Þá er einn Íslendingur til viðbótar eftirlýstur vegna brota sem hann framdi erlendis. Þrjú þessara mála eru nauðgunarmál. Einn maðurinn hefur verið kærður fyrir nauðgun en stakk af áður en tókst að birta honum ákæruna. Tveir mannanna, annar þeirra Davíð Garðarsson, hafa verið dæmdir fyrir nauðgun en flúðu úr landi áður en þeir afplánuðu refsinguna. Hinir tveir sem brutu af sér hérlendis eiga styttri dóma yfir höfði sér fyrir smærri brot. Fimmti Íslendingurinn er á flótta undan réttvísinni vegna brots sem hann framdi erlendis, og er þar um peningaþvætti að ræða. Sá sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol hefur verið það frá árinu 2003. Davíð Garðarsson, sem á eftir að afplána tveggja og hálfs árs dóm vegna nauðgunar á Íslandi, hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvalið í Brasilíu í talsverðan tíma undanfarið en er nú staddur í Amsterdam. Hlynur Smári Sigurðsson, 23 ára Íslendingur, sagði í Fréttablaðinu í gær frá skelfilegri reynslu af fangavist í Brasilíu, en hann hefur dúsað í fangelsi í bænum Porto Seguro frá því að hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla tveimur kíló af kókaíni úr landi fyrir þremur mánuðum. Þar hefur verið reynt að myrða hann margsinnis, hann gengur um með tálgaðan tannbursta og hefur stungið samfanga sinn í sjálfsvörn. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað Hlyn, og annan Íslending sem handtekinn var í Brasilíu með 12 kíló af hassi í fórum sínum á dögnum, við að útvega þeim lögfræðiaðstoð. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hefur mál Hlyns ekki verið tekið til skoðunar að öðru leyti. Við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur. Dómur hefur ekki fallið í málinu og því er það ekki á því stigi að það sé til umræðu hjá okkur. Pétur segir að ef ráðuneytið á að beita sér fyrir því að Íslendingur afpláni dóm á Íslandi sem hann hlýtur erlendis þá þurfi ráðuneytinu að berast undirrituð beiðni um það frá viðkomandi sakamanni. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Fimm manns eru eftirlýstir af Interpol vegna brota sem framin voru hérlendis, þar af einn útlendingur, samkvæmt upplýsingum alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra. Þá er einn Íslendingur til viðbótar eftirlýstur vegna brota sem hann framdi erlendis. Þrjú þessara mála eru nauðgunarmál. Einn maðurinn hefur verið kærður fyrir nauðgun en stakk af áður en tókst að birta honum ákæruna. Tveir mannanna, annar þeirra Davíð Garðarsson, hafa verið dæmdir fyrir nauðgun en flúðu úr landi áður en þeir afplánuðu refsinguna. Hinir tveir sem brutu af sér hérlendis eiga styttri dóma yfir höfði sér fyrir smærri brot. Fimmti Íslendingurinn er á flótta undan réttvísinni vegna brots sem hann framdi erlendis, og er þar um peningaþvætti að ræða. Sá sem lengst hefur verið eftirlýstur af Interpol hefur verið það frá árinu 2003. Davíð Garðarsson, sem á eftir að afplána tveggja og hálfs árs dóm vegna nauðgunar á Íslandi, hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dvalið í Brasilíu í talsverðan tíma undanfarið en er nú staddur í Amsterdam. Hlynur Smári Sigurðsson, 23 ára Íslendingur, sagði í Fréttablaðinu í gær frá skelfilegri reynslu af fangavist í Brasilíu, en hann hefur dúsað í fangelsi í bænum Porto Seguro frá því að hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla tveimur kíló af kókaíni úr landi fyrir þremur mánuðum. Þar hefur verið reynt að myrða hann margsinnis, hann gengur um með tálgaðan tannbursta og hefur stungið samfanga sinn í sjálfsvörn. Utanríkisráðuneytið hefur aðstoðað Hlyn, og annan Íslending sem handtekinn var í Brasilíu með 12 kíló af hassi í fórum sínum á dögnum, við að útvega þeim lögfræðiaðstoð. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins, hefur mál Hlyns ekki verið tekið til skoðunar að öðru leyti. Við erum ekkert að velta þessu fyrir okkur. Dómur hefur ekki fallið í málinu og því er það ekki á því stigi að það sé til umræðu hjá okkur. Pétur segir að ef ráðuneytið á að beita sér fyrir því að Íslendingur afpláni dóm á Íslandi sem hann hlýtur erlendis þá þurfi ráðuneytinu að berast undirrituð beiðni um það frá viðkomandi sakamanni.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira