Láta drauminn rætast 26. ágúst 2006 08:30 Blaðamannafundurinn í gær Þróunaraðstoð Íslendinga í Malaví hefur borið mikinn árangur, að sögn ÞSSÍ, og vonast stofnunin til að starf hjónanna muni bæta um betur. MYND/ANTON Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurður Guðmundsson landlæknir fara um miðjan október í ársferð til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þau munu starfa við verkefnisstjórnun í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Þetta kallar ÞSSÍ fyrsta og stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. "Ég vil fagna þessum sögulega viðburði, að við erum að senda okkar besta fólk, að öðrum ólöstuðum, til þessa verkefnis," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær. "Það vill svo skemmtilega til að þau eru einnig hjón og ég veit ekki dæmi þess að önnur ríki hafi sent fólk úr sambærilegum ábyrgðarstöðum til svona starfa." Í kjölfarið las Siv upp vísur sem Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafði ort af þessu tilefni. "Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári að við ættum eftir að flytja til Afríku og vinna þar í ár, hefði ég sagt að sá sami væri snarvitlaus," sagði Sigríður. "Við fórum til Afríku fyrr í vor og urðum mjög hugfangin af því sem fyrir augu bar." "Við vorum ekki alveg söm þegar við komum heim úr Afríkuferðinni," sagði Sigurður. "Þarna eru alvöru vandamál. Í Malaví er meðalæviskeið manna 36 ár, eitt barn deyr við hver tíu sem fæðast, alnæmistíðni er fimmtán til tuttugu prósent, tveir þriðju kvenna eru ólæsir, fólk deyr úr malaríu, kóleru, niðurgangssjúkdómum og vannæringu. Það þarf að byggja upp innviði samfélagsins til frambúðar." ÞSSÍ hefur unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í Monkey Bay frá árinu 2000. Um 110 þúsund íbúar eru á svæðinu, sem aðeins hafa aðgang að fjórum heilsugæslustöðvum og einu sjúkrahúsi. . Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur við af Sigurði í fjarveru hans, en ekki er búið að velja staðgengil fyrir Sigríði, að sögn Sivjar. Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurður Guðmundsson landlæknir fara um miðjan október í ársferð til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þau munu starfa við verkefnisstjórnun í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Þetta kallar ÞSSÍ fyrsta og stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. "Ég vil fagna þessum sögulega viðburði, að við erum að senda okkar besta fólk, að öðrum ólöstuðum, til þessa verkefnis," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær. "Það vill svo skemmtilega til að þau eru einnig hjón og ég veit ekki dæmi þess að önnur ríki hafi sent fólk úr sambærilegum ábyrgðarstöðum til svona starfa." Í kjölfarið las Siv upp vísur sem Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafði ort af þessu tilefni. "Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári að við ættum eftir að flytja til Afríku og vinna þar í ár, hefði ég sagt að sá sami væri snarvitlaus," sagði Sigríður. "Við fórum til Afríku fyrr í vor og urðum mjög hugfangin af því sem fyrir augu bar." "Við vorum ekki alveg söm þegar við komum heim úr Afríkuferðinni," sagði Sigurður. "Þarna eru alvöru vandamál. Í Malaví er meðalæviskeið manna 36 ár, eitt barn deyr við hver tíu sem fæðast, alnæmistíðni er fimmtán til tuttugu prósent, tveir þriðju kvenna eru ólæsir, fólk deyr úr malaríu, kóleru, niðurgangssjúkdómum og vannæringu. Það þarf að byggja upp innviði samfélagsins til frambúðar." ÞSSÍ hefur unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í Monkey Bay frá árinu 2000. Um 110 þúsund íbúar eru á svæðinu, sem aðeins hafa aðgang að fjórum heilsugæslustöðvum og einu sjúkrahúsi. . Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur við af Sigurði í fjarveru hans, en ekki er búið að velja staðgengil fyrir Sigríði, að sögn Sivjar.
Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira