Verði ekki vísað úr landi 26. ágúst 2006 08:45 Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður vinstri grænna, lagði fram tvö frumvörp á vorþingi 2004 um réttindi útlendinga og þá sérstaklega kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sína. Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson munu endurflytja frumvörpin í haust og ef þau verða samþykkt verður konum utan EES-svæðisins ekki vísað úr landi við skilnað hafi þær verið beittar heimilisofbeldi. Frumvörpin voru einnig endurflutt árin 2004-5 og 2005-6, en komust aldrei í gegnum nefnd og fengu ekki afgreiðslu þingsins. Þau fóru í fyrstu umræðu í þinginu og síðan í nefndirnar og þar hafa þau ætíð sofnað. Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á því að frumvörp frá stjórnarandstöðunni nái fram að ganga, jafnvel þegar um svo brýn málefni er að ræða. Það er mín skýring á þessu. Einnig hef ég flutt þetta mál sem breytingartilllögu á lögum um útlendinga. Ég hef fylgt þessu eftir mjög stíft en ekki haft erindi sem erfiði, segir Atli. Atli telur að brottrekstur erlendra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sé í andstöðu við alþjóðasamning nr. 10/1979, um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland hefur samþykkt. Haft var eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í fyrradag að konur í þessari stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og fengið í kjölfarið atvinnuleyfi á þeim forsendum, en lögfræðingur Alþjóðahúss telur að sú leið hafi ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt mjög sjaldan og ég veit ekki um nein tilfelli nema í tengslum við hælisumsóknir. Eins og ástæður hafa verið hingað til fannst mér þetta ekki líkleg leið, segir Margrét, en fagnar því verði erlendum konum, sem beittar hafi verið ofbeldi, gert kleift að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem og atvinnuleyfi. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins. Innlent Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður vinstri grænna, lagði fram tvö frumvörp á vorþingi 2004 um réttindi útlendinga og þá sérstaklega kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sína. Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson munu endurflytja frumvörpin í haust og ef þau verða samþykkt verður konum utan EES-svæðisins ekki vísað úr landi við skilnað hafi þær verið beittar heimilisofbeldi. Frumvörpin voru einnig endurflutt árin 2004-5 og 2005-6, en komust aldrei í gegnum nefnd og fengu ekki afgreiðslu þingsins. Þau fóru í fyrstu umræðu í þinginu og síðan í nefndirnar og þar hafa þau ætíð sofnað. Ég held að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á því að frumvörp frá stjórnarandstöðunni nái fram að ganga, jafnvel þegar um svo brýn málefni er að ræða. Það er mín skýring á þessu. Einnig hef ég flutt þetta mál sem breytingartilllögu á lögum um útlendinga. Ég hef fylgt þessu eftir mjög stíft en ekki haft erindi sem erfiði, segir Atli. Atli telur að brottrekstur erlendra kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sé í andstöðu við alþjóðasamning nr. 10/1979, um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland hefur samþykkt. Haft var eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, í fyrradag að konur í þessari stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og fengið í kjölfarið atvinnuleyfi á þeim forsendum, en lögfræðingur Alþjóðahúss telur að sú leið hafi ekki verið raunhæfur möguleiki hingað til. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt mjög sjaldan og ég veit ekki um nein tilfelli nema í tengslum við hælisumsóknir. Eins og ástæður hafa verið hingað til fannst mér þetta ekki líkleg leið, segir Margrét, en fagnar því verði erlendum konum, sem beittar hafi verið ofbeldi, gert kleift að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum sem og atvinnuleyfi. Ekki náðist í Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra vegna málsins.
Innlent Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira