Kínverjinn sem fannst illa leikinn í herbergi sínu á Kárahnjúkum veitti sér líklegast áverkana sjálfur með naglbít. Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglunnar á Seyðisfirði og tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík.
Maðurinn hefur neitað þessu við yfirheyrslur og sagt tvo grímuklædda menn hafa ráðist á sig og misþyrmt. Þeir hafi talað kínversku og borið sólgleraugu.
Niðurstaða tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík hefur verið studd með áliti réttarmeinafræðings.