Raddir geðsjúkra heyrist 25. ágúst 2006 07:15 Birgir Páll Hjartarson „Markmið okkar er að boða nýjar leiðir í bata fyrir geðsjúka,“ segir Birgir Páll Hjartarson, einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar Bylting í bata sem haldin var á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni, sem haldin var af Hugarafli, var meðal annars rætt um nýjar og breyttar leiðir í meðferð geðsjúkra og lögð áhersla á að raddir þeirra heyrist í kerfinu. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna en aðalfyrirlesari hennar var Judi Chamberlin, sem haldið hefur fyrirlestra um þetta málefni víða um heim. Judi var greind með geðklofa en náði bata með því að nota óhefðbundnar aðferðir. Judi er guðmóðir valdeflingarkerfisins, sem er eins konar leiðbeiningarkerfi fyrir geðsjúka. Lykilþættir valdeflingar eru aðgengi geðsjúka að upplýsingum og úrræðum, vald til ákvarðanatöku, meðvitund um réttindi og efling sjálfsmyndar, svo eitthvað sé nefnt. Í fyrirlestri sínum í gær gagnrýndi Judi hefðbundnar meðferðir geðsjúkra, sem ganga út á að sjúklingurinn hittir einungis aðra sjúklinga. Í staðinn segir hún mikilvægt að sjúklingurinn hitti einhvern sem er búinn að fara í gegnum allt sjúkdómsferlið og hefur upplifað bata. Birgir segir mikilvægt að auka fjölbreytnina í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og að minnka áhersluna á lyfjanotkun. „Með þessu er ég ekki að segja að lyf séu óþörf en ég tel mikilvægt að horfa á aðrar leiðir í meðferð. Það er alveg ljóst að núverandi meðferðarform er ekki að skila fullnægjandi árangri í bata.“ Þessu til stuðnings nefnir Birgir aukinn lyfjakostnað og fjölgun öryrkja vegna geðsjúkdóma. „Í Hugarafli ræður sjúklingurinn ferðinni í stað þess að vera mataður.“ Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur er einn fyrirlesara ráðstefnunnar, en hún starfar með Hugarafli. Ása sem starfaði á geðdeild LSH í 25 ár segist hafa orðið vör við ákveðnar hindranir í því stóra kerfi. „Í Hugarafli felst ákveðið frelsi og þar eru ekki þeir múrar sem ég fann fyrir á geðdeild LSH. Hugarafl býður einnig upp á fleiri möguleika til að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur.“ Ása segist finna fyrir jákvæðum viðhorfum í Hugarafli en þar eru sjúklingar kallaðir notendur sem er hluti af réttindabaráttu þeirra. Um 250 manns sóttu ráðstefnuna og voru þátttakendur meðal annars iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk. Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Sjá meira
„Markmið okkar er að boða nýjar leiðir í bata fyrir geðsjúka,“ segir Birgir Páll Hjartarson, einn af forsvarsmönnum ráðstefnunnar Bylting í bata sem haldin var á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni, sem haldin var af Hugarafli, var meðal annars rætt um nýjar og breyttar leiðir í meðferð geðsjúkra og lögð áhersla á að raddir þeirra heyrist í kerfinu. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setti ráðstefnuna en aðalfyrirlesari hennar var Judi Chamberlin, sem haldið hefur fyrirlestra um þetta málefni víða um heim. Judi var greind með geðklofa en náði bata með því að nota óhefðbundnar aðferðir. Judi er guðmóðir valdeflingarkerfisins, sem er eins konar leiðbeiningarkerfi fyrir geðsjúka. Lykilþættir valdeflingar eru aðgengi geðsjúka að upplýsingum og úrræðum, vald til ákvarðanatöku, meðvitund um réttindi og efling sjálfsmyndar, svo eitthvað sé nefnt. Í fyrirlestri sínum í gær gagnrýndi Judi hefðbundnar meðferðir geðsjúkra, sem ganga út á að sjúklingurinn hittir einungis aðra sjúklinga. Í staðinn segir hún mikilvægt að sjúklingurinn hitti einhvern sem er búinn að fara í gegnum allt sjúkdómsferlið og hefur upplifað bata. Birgir segir mikilvægt að auka fjölbreytnina í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og að minnka áhersluna á lyfjanotkun. „Með þessu er ég ekki að segja að lyf séu óþörf en ég tel mikilvægt að horfa á aðrar leiðir í meðferð. Það er alveg ljóst að núverandi meðferðarform er ekki að skila fullnægjandi árangri í bata.“ Þessu til stuðnings nefnir Birgir aukinn lyfjakostnað og fjölgun öryrkja vegna geðsjúkdóma. „Í Hugarafli ræður sjúklingurinn ferðinni í stað þess að vera mataður.“ Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur er einn fyrirlesara ráðstefnunnar, en hún starfar með Hugarafli. Ása sem starfaði á geðdeild LSH í 25 ár segist hafa orðið vör við ákveðnar hindranir í því stóra kerfi. „Í Hugarafli felst ákveðið frelsi og þar eru ekki þeir múrar sem ég fann fyrir á geðdeild LSH. Hugarafl býður einnig upp á fleiri möguleika til að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur.“ Ása segist finna fyrir jákvæðum viðhorfum í Hugarafli en þar eru sjúklingar kallaðir notendur sem er hluti af réttindabaráttu þeirra. Um 250 manns sóttu ráðstefnuna og voru þátttakendur meðal annars iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk.
Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Sjá meira