Átak gegn riðuveiki kostar 667 milljónir 24. ágúst 2006 07:00 Kostnaður ríkissjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tímabilinu 1998-2004. Þar af nam kostnaður vegna riðuveiki 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður ríkissjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garnaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðuveiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörðum. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veikinni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvaldur þar sem allt að 40 prósent fullorðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upplýsingar hafa aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við garnaveikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdómum kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þessum búfjársjúkdómum hefur skilað góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúkdómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólusett var við garnaveiki á 29 sóttvarnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar. Innlent Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tímabilinu 1998-2004. Þar af nam kostnaður vegna riðuveiki 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður ríkissjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garnaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðuveiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörðum. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veikinni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvaldur þar sem allt að 40 prósent fullorðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upplýsingar hafa aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við garnaveikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdómum kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þessum búfjársjúkdómum hefur skilað góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúkdómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólusett var við garnaveiki á 29 sóttvarnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar.
Innlent Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira