Vilja lagabreytingar til að auðvelda störf 24. ágúst 2006 07:30 Neyðarlínan Talsmenn Neyðarlínunnar og Ríkislögreglustjóra vilja vinna að framgangi lagabreytinga sem miða að því að tryggja sem best öryggi almennings. MYND/Heiða Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengilegar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lögreglu og Neyðarlínu þegar endanlegar ákvarðanir um fjarskiptamál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til framgangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðuneytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auðvelda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri samgönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjarskiptalöggjöfin fellur undir samgönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Fréttablaðinu að hann undraðist frávísunina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans. Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hafa sent dómsmála- og samgönguráðuneytinu bréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri skoðun, að réttast væri að kveða „skýrt á um það í lögum að fjarskiptafyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um rekjanleika símtala og tryggja að upplýsingar um staðsetningu séu aðgengilegar,“ eins og segir orðrétt í bréfinu til ráðuneytanna. Undir bréfið rita héraðsdómslögmennirninr Arnar Þór Jónsson og Tómas Árnason, en þeir vinna að framgangi málsins fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Arnar Þór vonast til þess að tekið yrði tillit til sjónarmiða lögreglu og Neyðarlínu þegar endanlegar ákvarðanir um fjarskiptamál yrðu tengdar. Í bréfinu lýsa forsvarsmenn Neyðarlínunnar sig reiðubúna til samstarfs við „gagnaöflun og annað sem getur horft til framgangs þessa máls“. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar vísaði úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála frá kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar vegna bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónu Atlassíma ehf., ef eftir því er óskað. Í kærunni sagði meðal annars að „mjög yrði höggvið í þann árangur sem náðst hefur við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar lögreglu“, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu. Bréfin hafa verið send til ráðuneytanna til þess að fylgja eftir áhersluatriðum sem fram koma í kærunni, en er bent á mikilvægi þess að koma á lögum sem auðvelda Neyðarlínunni að fylgja eftir „lögbundnu hlutverki sínu“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði bréfið hafa borist til ráðuneytisins en það væri samgönguráðuneytisins að svara fyrir um efnisatriði þess þar sem fjarskiptalöggjöfin fellur undir samgönguráðuneytið. Haft var eftir Birni í Fréttablaðinu að hann undraðist frávísunina á kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, þar sem „það kæmi sér á óvart, að ekki mætti gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni“. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðhera þegar leitað var eftir viðtali við hann í gær, eða Bergþór Ólason aðstoðarmann hans.
Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira