Um 600 tilkynningar á ári um brot gegn börnum 23. ágúst 2006 08:00 Tilkynningum til Neyðarlínunnar um brot gegn börnum fer stöðugt fjölgandi. Ekki eru nema tvö og hálft ár síðan farið var af stað með þessa þjónustu í 112. Neyðarlínan 112 tekur á móti 50-60 símtölum að meðaltali á mánuði þar sem tilkynnt er um brot gegn börnum, að sögn Kristjáns Hoffmann, gæðastjóra 112. Það gera um 600 tilkynningar um slík brot á ári. Í langflestum tilvikum er um vanrækslu á börnum að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldi gegn þeim. Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur fyrir Fréttablaðið um fjölda mála, sem komu til barnaverndarnefnda frá Neyðarlínunni 112, fyrir fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 og 2006. Af þeim má ráða að umtalsverð aukning hafi orðið á milli ára. Þannig voru tilkynningar frá Neyðarlínunni samtals 71 á fyrstu fjórum mánuðunum 2005 og 159 talsins á sama tímabili í ár. Af síðarnefndu tölunni urðu 119 barnaverndarmál. Langflest símtalanna bárust úr Reykjavík, en einnig allnokkur annars staðar af höfuðborgarsvæðinu svo og frá einstökum stöðum á landsbyggðinni. Kristján kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margar tilkynningar hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004 þegar þessi þjónusta hófst, þar sem þróa hafi þurft sérstakt bókunarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að fjöldi innhringinga af þessum toga hafi farið vaxandi frá því að 112 fór af stað með þjónustuna. Hvað varðar lægri tölu frá Barnaverndarstofu heldur en við áætlum getur sá mismunur átt sér skýringar, segir hann. Það geta borist til dæmis borist tvær hringingar vegna sama atburðar með klukkustundar millibili. Við erum búnir að afgreiða málið til barnaverndarnefndar eftir fyrri tilkynninguna. Þegar síðari tilkynningin berst hækkar hún ef til vill forgang málsins þannig að við sendum lögreglu á staðinn og látum barnaverndarnefnd vita. Þarna eru komnar tvær innhringingar til okkar sem verða að einu máli hjá barnaverndarnefnd. Kristján segir berast til 112 tilkynningar sem hann telji að myndu ekki skila sér ef þessi neyðarþjónusta væri ekki til staðar. Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla til lögreglu. 112 er þá orðinn valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli. Spurður segir Kristján að starfsmenn Neyðarlínu kalli til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af hverjum tíu þar sem brot gegn börnum eru tilkynnt. Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Neyðarlínan 112 tekur á móti 50-60 símtölum að meðaltali á mánuði þar sem tilkynnt er um brot gegn börnum, að sögn Kristjáns Hoffmann, gæðastjóra 112. Það gera um 600 tilkynningar um slík brot á ári. Í langflestum tilvikum er um vanrækslu á börnum að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldi gegn þeim. Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur fyrir Fréttablaðið um fjölda mála, sem komu til barnaverndarnefnda frá Neyðarlínunni 112, fyrir fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 og 2006. Af þeim má ráða að umtalsverð aukning hafi orðið á milli ára. Þannig voru tilkynningar frá Neyðarlínunni samtals 71 á fyrstu fjórum mánuðunum 2005 og 159 talsins á sama tímabili í ár. Af síðarnefndu tölunni urðu 119 barnaverndarmál. Langflest símtalanna bárust úr Reykjavík, en einnig allnokkur annars staðar af höfuðborgarsvæðinu svo og frá einstökum stöðum á landsbyggðinni. Kristján kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margar tilkynningar hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004 þegar þessi þjónusta hófst, þar sem þróa hafi þurft sérstakt bókunarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að fjöldi innhringinga af þessum toga hafi farið vaxandi frá því að 112 fór af stað með þjónustuna. Hvað varðar lægri tölu frá Barnaverndarstofu heldur en við áætlum getur sá mismunur átt sér skýringar, segir hann. Það geta borist til dæmis borist tvær hringingar vegna sama atburðar með klukkustundar millibili. Við erum búnir að afgreiða málið til barnaverndarnefndar eftir fyrri tilkynninguna. Þegar síðari tilkynningin berst hækkar hún ef til vill forgang málsins þannig að við sendum lögreglu á staðinn og látum barnaverndarnefnd vita. Þarna eru komnar tvær innhringingar til okkar sem verða að einu máli hjá barnaverndarnefnd. Kristján segir berast til 112 tilkynningar sem hann telji að myndu ekki skila sér ef þessi neyðarþjónusta væri ekki til staðar. Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla til lögreglu. 112 er þá orðinn valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli. Spurður segir Kristján að starfsmenn Neyðarlínu kalli til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af hverjum tíu þar sem brot gegn börnum eru tilkynnt.
Innlent Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira