Alþýðusambandið hugleiðir evrulaun 23. ágúst 2006 07:30 Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Hann segir vangavelturnar tengdar því að fólk sé með langtímalán í erlendri mynt. Mjög dýrt er fyrir einstaklinga að standa gjaldeyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum, bætir hann við. Með þessu segir Gylfi að lágmarka mætti gengisáhættu af því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Gylfi segir hins vegar varhugaverðara ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum því sú staða gæti komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu niður fyrir lögbundin lágmarkslaun. Málið er því ekki alveg einfalt, segir hann. Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. Á því er engin launung að sveiflukenndur gjaldmiðill, eins og krónan er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venjulegum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna. Meðal fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fá tekjur sína að mestu erlendis frá er nú í gangi umræða um kosti þess að breyta skráningu hlutabréfa þeirra í Kauphöllinni úr krónum í evrur. Er það einnig sagt skref í þá átt að laða að erlenda fjárfesta. Innlent Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira
Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Hann segir vangavelturnar tengdar því að fólk sé með langtímalán í erlendri mynt. Mjög dýrt er fyrir einstaklinga að standa gjaldeyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum, bætir hann við. Með þessu segir Gylfi að lágmarka mætti gengisáhættu af því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Gylfi segir hins vegar varhugaverðara ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum því sú staða gæti komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu niður fyrir lögbundin lágmarkslaun. Málið er því ekki alveg einfalt, segir hann. Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. Á því er engin launung að sveiflukenndur gjaldmiðill, eins og krónan er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venjulegum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna. Meðal fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fá tekjur sína að mestu erlendis frá er nú í gangi umræða um kosti þess að breyta skráningu hlutabréfa þeirra í Kauphöllinni úr krónum í evrur. Er það einnig sagt skref í þá átt að laða að erlenda fjárfesta.
Innlent Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Sjá meira