Sony og Dell vissu um rafhlöðugalla 23. ágúst 2006 07:45 Dell svarar fyrir sig Michael Dell, stofnandi og stjórnarformaður tölvuframleiðandans Dell, sagði á föstudag að fyrirtækið myndi nota áfram rafhlöður frá Sony. MYND/AP Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla 4,1 milljón rafhlaða frá Sony á þriðjudag í síðustu viku. Um ein milljón rafhlaða seldist utan Bandaríkjanna og er um að ræða mestu innköllun á rafeindabúnaði til þessa. Í lok vikunnar kom í ljós að fyrirtækin vissu um gallann í október á síðasta ári. Rafhlöðurnar voru seldar með fartölvum Dell frá því í apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Um varúðarráðstöfun var að ræða þar sem hætta var talin á að rafhlöðurnar gætu ofhitnað en vitað er um sex tilvik þar sem kviknaði í þeim. Ekki er með fullu vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækin en sérfræðingar telja hana geta numið þrjátíu milljörðum króna. Að sögn Rick Clancys, talsmanns Sony, snýst málið um litlar málmagnir í rafhlöðunum, sem hafi gert það að verkum að þær biluðu og ofhitnuðu. Hafi Sony gert breytingar á þeim í kjölfarið. Stjórnendur Dell og Sony ræddust við í október í fyrra og í febrúar vegna málsins en ákváðu að innkalla ekki seldar rafhlöður þar sem ekki var talið að hætta stafaði af þeim. Þá sagði hann stutt síðan Sony bárust fréttir um ofhitnun rafhlaðanna og var ákveðið að innkalla þær upp frá því. Anne Camden, talsmaður Dell, vildi ekki tjá sig um samskipti forsvarsmanna fyrirtækjanna en benti á að einblínt væri á að koma í veg fyrir viðlíka vandamál í framtíðinni. Fyrirtækin munu þrátt fyrir þetta ekki hafa í hyggju að slíta samstarfinu. Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla 4,1 milljón rafhlaða frá Sony á þriðjudag í síðustu viku. Um ein milljón rafhlaða seldist utan Bandaríkjanna og er um að ræða mestu innköllun á rafeindabúnaði til þessa. Í lok vikunnar kom í ljós að fyrirtækin vissu um gallann í október á síðasta ári. Rafhlöðurnar voru seldar með fartölvum Dell frá því í apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Um varúðarráðstöfun var að ræða þar sem hætta var talin á að rafhlöðurnar gætu ofhitnað en vitað er um sex tilvik þar sem kviknaði í þeim. Ekki er með fullu vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækin en sérfræðingar telja hana geta numið þrjátíu milljörðum króna. Að sögn Rick Clancys, talsmanns Sony, snýst málið um litlar málmagnir í rafhlöðunum, sem hafi gert það að verkum að þær biluðu og ofhitnuðu. Hafi Sony gert breytingar á þeim í kjölfarið. Stjórnendur Dell og Sony ræddust við í október í fyrra og í febrúar vegna málsins en ákváðu að innkalla ekki seldar rafhlöður þar sem ekki var talið að hætta stafaði af þeim. Þá sagði hann stutt síðan Sony bárust fréttir um ofhitnun rafhlaðanna og var ákveðið að innkalla þær upp frá því. Anne Camden, talsmaður Dell, vildi ekki tjá sig um samskipti forsvarsmanna fyrirtækjanna en benti á að einblínt væri á að koma í veg fyrir viðlíka vandamál í framtíðinni. Fyrirtækin munu þrátt fyrir þetta ekki hafa í hyggju að slíta samstarfinu.
Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira