Kínverjarnir þegja allir sem einn 22. ágúst 2006 07:15 Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, rannsakar lögregla líkamsárásina í svefnskála við Kárahnjúka ekki sem manndrápstilraun. Ráðist var með hrottafengnum hætti á Kínverja á fimmtugsaldri. Ráðist var á manninn, sem heitir Xu-Tingfa, aðfaranótt sunnudags inni á svefnherbergi hans í svefnskála þar sem einungis Kínverjar búa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mögulegt að árásarmennirnir séu farnir af landi brott en hópur Kínverja af svæðinu flaug frá Egilsstöðum í fyrrinótt, áleiðis til Kaupmannahafnar. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun þar sem hann lá í blóði sínu og ælu. Blóðslettur voru uppi um alla veggi en maðurinn missti mikið blóð og var honum vart hugað líf í fyrstu. Talið er að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Árásin er talin tengjast óuppgerðum peningamálum. Gert hefur verið að sárum mannsins og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Hann verður fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn er afar hljóðbært á milli herbergja í svefnskálanum þar sem árásin varð. Þrátt fyrir það hefur enn enginn gefið sig fram við lögreglu með upplýsingar sem gætu stuðlað að lausn málsins. Sumir Kínverjanna hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið því fram að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana, en læknir á Kárahnjúkum telur það ómögulegt. Um tuttugu Kínverjar voru yfirheyrðir í fyrradag með litlum árangri. Steingrímur Þorbjarnarson gegnir stöðu trúnaðarmanns á Kárahnjúkum um þessar mundir. Hann talar kínversku og hefur aðstoðað lögreglu við yfirheyrslurnar. Hann segir Kínverjana á svæðinu í uppnámi vegna atburðarins og að enginn þeirra vilji nokkuð tjá sig um málið. Steingrímur segir þekkt á meðal Kínverja að taka í spil sín á milli og endrum og eins séu peningar lagðir undir, en þó aldrei verulegar fjárhæðir. „Það hefur ekkert frést af því að menn hafi verið að koma sér í skuldir eða vandræði vegna þessara fjárhættuspila,“ segir Steingrímur. „Það er ekkert sem bendir til að svo hafi verið í þessu tilfelli.“ Engir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en vettvangur árásarinnar var rannsakaður í gær af tæknideild rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina. Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, rannsakar lögregla líkamsárásina í svefnskála við Kárahnjúka ekki sem manndrápstilraun. Ráðist var með hrottafengnum hætti á Kínverja á fimmtugsaldri. Ráðist var á manninn, sem heitir Xu-Tingfa, aðfaranótt sunnudags inni á svefnherbergi hans í svefnskála þar sem einungis Kínverjar búa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mögulegt að árásarmennirnir séu farnir af landi brott en hópur Kínverja af svæðinu flaug frá Egilsstöðum í fyrrinótt, áleiðis til Kaupmannahafnar. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun þar sem hann lá í blóði sínu og ælu. Blóðslettur voru uppi um alla veggi en maðurinn missti mikið blóð og var honum vart hugað líf í fyrstu. Talið er að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Árásin er talin tengjast óuppgerðum peningamálum. Gert hefur verið að sárum mannsins og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Hann verður fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn er afar hljóðbært á milli herbergja í svefnskálanum þar sem árásin varð. Þrátt fyrir það hefur enn enginn gefið sig fram við lögreglu með upplýsingar sem gætu stuðlað að lausn málsins. Sumir Kínverjanna hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið því fram að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana, en læknir á Kárahnjúkum telur það ómögulegt. Um tuttugu Kínverjar voru yfirheyrðir í fyrradag með litlum árangri. Steingrímur Þorbjarnarson gegnir stöðu trúnaðarmanns á Kárahnjúkum um þessar mundir. Hann talar kínversku og hefur aðstoðað lögreglu við yfirheyrslurnar. Hann segir Kínverjana á svæðinu í uppnámi vegna atburðarins og að enginn þeirra vilji nokkuð tjá sig um málið. Steingrímur segir þekkt á meðal Kínverja að taka í spil sín á milli og endrum og eins séu peningar lagðir undir, en þó aldrei verulegar fjárhæðir. „Það hefur ekkert frést af því að menn hafi verið að koma sér í skuldir eða vandræði vegna þessara fjárhættuspila,“ segir Steingrímur. „Það er ekkert sem bendir til að svo hafi verið í þessu tilfelli.“ Engir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en vettvangur árásarinnar var rannsakaður í gær af tæknideild rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina.
Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira