Kínverjarnir þegja allir sem einn 22. ágúst 2006 07:15 Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, rannsakar lögregla líkamsárásina í svefnskála við Kárahnjúka ekki sem manndrápstilraun. Ráðist var með hrottafengnum hætti á Kínverja á fimmtugsaldri. Ráðist var á manninn, sem heitir Xu-Tingfa, aðfaranótt sunnudags inni á svefnherbergi hans í svefnskála þar sem einungis Kínverjar búa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mögulegt að árásarmennirnir séu farnir af landi brott en hópur Kínverja af svæðinu flaug frá Egilsstöðum í fyrrinótt, áleiðis til Kaupmannahafnar. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun þar sem hann lá í blóði sínu og ælu. Blóðslettur voru uppi um alla veggi en maðurinn missti mikið blóð og var honum vart hugað líf í fyrstu. Talið er að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Árásin er talin tengjast óuppgerðum peningamálum. Gert hefur verið að sárum mannsins og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Hann verður fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn er afar hljóðbært á milli herbergja í svefnskálanum þar sem árásin varð. Þrátt fyrir það hefur enn enginn gefið sig fram við lögreglu með upplýsingar sem gætu stuðlað að lausn málsins. Sumir Kínverjanna hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið því fram að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana, en læknir á Kárahnjúkum telur það ómögulegt. Um tuttugu Kínverjar voru yfirheyrðir í fyrradag með litlum árangri. Steingrímur Þorbjarnarson gegnir stöðu trúnaðarmanns á Kárahnjúkum um þessar mundir. Hann talar kínversku og hefur aðstoðað lögreglu við yfirheyrslurnar. Hann segir Kínverjana á svæðinu í uppnámi vegna atburðarins og að enginn þeirra vilji nokkuð tjá sig um málið. Steingrímur segir þekkt á meðal Kínverja að taka í spil sín á milli og endrum og eins séu peningar lagðir undir, en þó aldrei verulegar fjárhæðir. „Það hefur ekkert frést af því að menn hafi verið að koma sér í skuldir eða vandræði vegna þessara fjárhættuspila,“ segir Steingrímur. „Það er ekkert sem bendir til að svo hafi verið í þessu tilfelli.“ Engir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en vettvangur árásarinnar var rannsakaður í gær af tæknideild rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina. Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, rannsakar lögregla líkamsárásina í svefnskála við Kárahnjúka ekki sem manndrápstilraun. Ráðist var með hrottafengnum hætti á Kínverja á fimmtugsaldri. Ráðist var á manninn, sem heitir Xu-Tingfa, aðfaranótt sunnudags inni á svefnherbergi hans í svefnskála þar sem einungis Kínverjar búa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mögulegt að árásarmennirnir séu farnir af landi brott en hópur Kínverja af svæðinu flaug frá Egilsstöðum í fyrrinótt, áleiðis til Kaupmannahafnar. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun þar sem hann lá í blóði sínu og ælu. Blóðslettur voru uppi um alla veggi en maðurinn missti mikið blóð og var honum vart hugað líf í fyrstu. Talið er að fleiri en einn maður hafi verið að verki. Árásin er talin tengjast óuppgerðum peningamálum. Gert hefur verið að sárum mannsins og mun líðan hans vera eftir atvikum góð. Hann verður fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. Að sögn er afar hljóðbært á milli herbergja í svefnskálanum þar sem árásin varð. Þrátt fyrir það hefur enn enginn gefið sig fram við lögreglu með upplýsingar sem gætu stuðlað að lausn málsins. Sumir Kínverjanna hafa samkvæmt heimildum blaðsins haldið því fram að maðurinn hafi sjálfur veitt sér áverkana, en læknir á Kárahnjúkum telur það ómögulegt. Um tuttugu Kínverjar voru yfirheyrðir í fyrradag með litlum árangri. Steingrímur Þorbjarnarson gegnir stöðu trúnaðarmanns á Kárahnjúkum um þessar mundir. Hann talar kínversku og hefur aðstoðað lögreglu við yfirheyrslurnar. Hann segir Kínverjana á svæðinu í uppnámi vegna atburðarins og að enginn þeirra vilji nokkuð tjá sig um málið. Steingrímur segir þekkt á meðal Kínverja að taka í spil sín á milli og endrum og eins séu peningar lagðir undir, en þó aldrei verulegar fjárhæðir. „Það hefur ekkert frést af því að menn hafi verið að koma sér í skuldir eða vandræði vegna þessara fjárhættuspila,“ segir Steingrímur. „Það er ekkert sem bendir til að svo hafi verið í þessu tilfelli.“ Engir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins en vettvangur árásarinnar var rannsakaður í gær af tæknideild rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina.
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira