Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að fjalla um pólitískt framhald sitt á kjördæmisþingi flokksins í Suðvesturkjördæmi um miðjan september.
Aðspurð sagði hún ótímabært að ræða málið nú.
Rannveig er fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu en Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona kynnti í síðustu viku áform sín um að leiða lista flokksins í kjördæminu.
Samfylkingin hlaut fjóra menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum.