Nýtt skólaár er hafið 22. ágúst 2006 06:00 Í dag og næstu daga tínast grunnskólanemendur inn í skólana sína með bros á vör og eftirvæntingu í huga. Sumarfríinu er lokið og tími til kominn að bretta upp ermar og takast á við verkefni vetrarins. Flestum finnst þetta reyndar heldur snemmt enda sumarið stutt á Íslandi og mikilvægt að nýta það vel, alveg fram í september. En hvað sem því líður eru flestir, ef ekki allir nemendur kátir að mæta í skólann á nýjan leik, hitta félaga sína og hefja störf. Stundatöflunnar er beðið með eftirvæntingu og langflestir koma í skólann með fögur áform um góða frammistöðu. Vetrarstarfið hefst af krafti í vikunni, skólabækurnar eru skipulagðar, stílabækur og ritföng eru keypt og margir fá nýjar skólatöskur, þ.á m. þeir sem eru að hefja nám í fyrsta bekk. Það er alltaf sérstakur ilmur í lofti í skólabyrjun, lyktin af skólabókunum, skólagöngunum og nýju skólatöskunum. Það eru forréttindi að fá að upplifa þá eftirvæntingu og spennu sem fylgir byrjun nýs skólaárs á hverju hausti löngu eftir að almennri skólagöngu lýkur. Nú ætlum við öll að standa okkur svo vel; nemendur, kennarar og foreldrar leggja inn í nýtt skólaár með fögur áform um góða frammistöðu. Nú gerum við okkar besta. Það er reyndar lykillinn að árangri; að hver og einn geri sitt besta og miði við eigin frammistöðu og framfarir en ekki einhverra annarra. Flestum tekst að standa við þessi ágætu áform og standa keikir að vori í fullvissu þess að vetrarstarfið hafi gengið vel og þeir hafi lagt sig alla fram. Öðrum gengur ekki jafnvel að halda út heilan vetur, það getur fjarað undan áhuganum og önnur verkefni lenda stundum framar í forgangsröðinni. Það er verkefni fullorðna fólksins, jafnt kennara sem foreldra, að aðstoða nemendur við að standa við gefin heit og halda áfram að gera sitt besta þótt þreyta geri stundum vart við sig. Það hefur ítrekað komið fram í könnunum að nemendur vilja hafa nóg að gera í skólanum og vilja aga og reglufestu. Þeim þykir gott að vinnubrögð séu skipulögð svo þeir viti nákvæmlega hvers er vænst af þeim á hverjum tíma. Flestir nemendur kvarta hinsvegar undan aga frá degi til dags en það er bara í orði en ekki á borði. Sama gildir á heimilunum. Foreldrar kannast við kvartanir barna sinna undan boðum og bönnum. Allir aðrir mega gera þetta og hitt en þeir sjálfir mega aldrei neitt. Hinsvegar er það eðli barna og þó einkum unglinga að láta reyna á mörkin. Hluti þess að vaxa og þroskast er að læra hvað má og hvað ekki. Til þess að slíkt liggi fyrir þarf að prófa sig áfram, freista þess að ganga lengra en til er ætlast, rétt til að kanna viðbrögðin. Þá er það verkefni þeirra fullorðnu, kennara en ekki síður foreldra, að hafa mörkin skýr hvað sem tautar og raular, láta ekki undan þrýstingi barnanna og leyfa sér að elska þau nógu mikið til að þora að segja nei við ýmiskonar kvabbi. Skólasamfélagið er mikilvægt og gríðarlega stórt. Skólastarf kemur við flest eða jafnvel öll heimili á landinu því öll börn á Íslandi ganga í grunnskóla í tíu ár, hafa áður verið í leikskóla í u.þ.b. 4 ár og hjá flestum tekur 3-4 ára framhaldsskólanám við að loknum grunnskóla. Það er því mikilvægt að við séum öll samstíga í því að móta þetta samfélag og hvetja nemendur til góðra verka á öllum skólastigum. Þátttaka foreldra í skólastarfi er oft lykill að góðum árangri nemenda. Því skiptir miklu máli að við gefum okkur strax tíma til að setja okkur inn í verkefni barna okkar, skoðum stundatöfluna og skólabækurnar og aðstoðum þau eftir megni, bæði hvað varðar námið sjálft og ekki síður skipulagningu og vinnubrögð. Nemendur þurfa aðstoð við að halda skólatöskunni í lagi, hafa námsgögn á sínum stað og sinna heimanámi að gagni. Sum börn taka svo við ábyrgð á þessum verkefnum snemma en önnur þurfa aðstoð og handleiðslu allt upp í framhaldsskóla. "Mennt er máttur" segir gamall og góður málsháttur. Því hljótum við að styðja börnin okkar í námi svo þau megi verða máttug og sterk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Í dag og næstu daga tínast grunnskólanemendur inn í skólana sína með bros á vör og eftirvæntingu í huga. Sumarfríinu er lokið og tími til kominn að bretta upp ermar og takast á við verkefni vetrarins. Flestum finnst þetta reyndar heldur snemmt enda sumarið stutt á Íslandi og mikilvægt að nýta það vel, alveg fram í september. En hvað sem því líður eru flestir, ef ekki allir nemendur kátir að mæta í skólann á nýjan leik, hitta félaga sína og hefja störf. Stundatöflunnar er beðið með eftirvæntingu og langflestir koma í skólann með fögur áform um góða frammistöðu. Vetrarstarfið hefst af krafti í vikunni, skólabækurnar eru skipulagðar, stílabækur og ritföng eru keypt og margir fá nýjar skólatöskur, þ.á m. þeir sem eru að hefja nám í fyrsta bekk. Það er alltaf sérstakur ilmur í lofti í skólabyrjun, lyktin af skólabókunum, skólagöngunum og nýju skólatöskunum. Það eru forréttindi að fá að upplifa þá eftirvæntingu og spennu sem fylgir byrjun nýs skólaárs á hverju hausti löngu eftir að almennri skólagöngu lýkur. Nú ætlum við öll að standa okkur svo vel; nemendur, kennarar og foreldrar leggja inn í nýtt skólaár með fögur áform um góða frammistöðu. Nú gerum við okkar besta. Það er reyndar lykillinn að árangri; að hver og einn geri sitt besta og miði við eigin frammistöðu og framfarir en ekki einhverra annarra. Flestum tekst að standa við þessi ágætu áform og standa keikir að vori í fullvissu þess að vetrarstarfið hafi gengið vel og þeir hafi lagt sig alla fram. Öðrum gengur ekki jafnvel að halda út heilan vetur, það getur fjarað undan áhuganum og önnur verkefni lenda stundum framar í forgangsröðinni. Það er verkefni fullorðna fólksins, jafnt kennara sem foreldra, að aðstoða nemendur við að standa við gefin heit og halda áfram að gera sitt besta þótt þreyta geri stundum vart við sig. Það hefur ítrekað komið fram í könnunum að nemendur vilja hafa nóg að gera í skólanum og vilja aga og reglufestu. Þeim þykir gott að vinnubrögð séu skipulögð svo þeir viti nákvæmlega hvers er vænst af þeim á hverjum tíma. Flestir nemendur kvarta hinsvegar undan aga frá degi til dags en það er bara í orði en ekki á borði. Sama gildir á heimilunum. Foreldrar kannast við kvartanir barna sinna undan boðum og bönnum. Allir aðrir mega gera þetta og hitt en þeir sjálfir mega aldrei neitt. Hinsvegar er það eðli barna og þó einkum unglinga að láta reyna á mörkin. Hluti þess að vaxa og þroskast er að læra hvað má og hvað ekki. Til þess að slíkt liggi fyrir þarf að prófa sig áfram, freista þess að ganga lengra en til er ætlast, rétt til að kanna viðbrögðin. Þá er það verkefni þeirra fullorðnu, kennara en ekki síður foreldra, að hafa mörkin skýr hvað sem tautar og raular, láta ekki undan þrýstingi barnanna og leyfa sér að elska þau nógu mikið til að þora að segja nei við ýmiskonar kvabbi. Skólasamfélagið er mikilvægt og gríðarlega stórt. Skólastarf kemur við flest eða jafnvel öll heimili á landinu því öll börn á Íslandi ganga í grunnskóla í tíu ár, hafa áður verið í leikskóla í u.þ.b. 4 ár og hjá flestum tekur 3-4 ára framhaldsskólanám við að loknum grunnskóla. Það er því mikilvægt að við séum öll samstíga í því að móta þetta samfélag og hvetja nemendur til góðra verka á öllum skólastigum. Þátttaka foreldra í skólastarfi er oft lykill að góðum árangri nemenda. Því skiptir miklu máli að við gefum okkur strax tíma til að setja okkur inn í verkefni barna okkar, skoðum stundatöfluna og skólabækurnar og aðstoðum þau eftir megni, bæði hvað varðar námið sjálft og ekki síður skipulagningu og vinnubrögð. Nemendur þurfa aðstoð við að halda skólatöskunni í lagi, hafa námsgögn á sínum stað og sinna heimanámi að gagni. Sum börn taka svo við ábyrgð á þessum verkefnum snemma en önnur þurfa aðstoð og handleiðslu allt upp í framhaldsskóla. "Mennt er máttur" segir gamall og góður málsháttur. Því hljótum við að styðja börnin okkar í námi svo þau megi verða máttug og sterk.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun