Mikið úrval borgarferða 14. ágúst 2006 07:30 Borgarferðir Höfuðborg Slóveníu, Ljubljana, er vinsæll áfangastaður í haust en Heimsferðir og Úrval Útsýn eru með beint leiguflug til borgarinnar. Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag. Í ár verða ferðir til Zagreb, Ljubljana, Varsjár, Búdapest, Prag, Krakár, Tallinn og Vilníus í beinu leiguflugi. Hægt er að fá þriggja daga ferðir til þessara borga frá fjörutíu þúsundum miðað við mann í tvíbýli en eftir gæðum gistingar og landi hækkar verðið. Fyrir þá sem vilja heldur gamlar perlur Vestur-Evrópu er einnig boðið upp á hefðbundnar helgarferðir til staða á borð við Róm og Kaupmannahöfn, auk borga í Bandaríkjunum. Úrval Útsýn býður upp á fjölda borgarferða til gamalla og nýrra áfangastaða. „Það sem er nýtt er ferð til Zagreb í Króatíu og til Lúxemborgar í aðventuferð í nóvember. Einnig erum við með ferðir til Varsjár í september,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir framleiðslustjóri. Einnig eru ferðir til Dublin, Edinborgar, Madríd og Barcelona, auk Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Hjá Plúsferðum er einnig boðið upp á ferðir til Zagreb, Lúxemborgar og Varsjár og hefur selst vel í þær. „Þetta er tíminn, þegar kemur fram yfir verslunarmannahelgi vill fólk fara í borgarferð. Íslendingar eru mjög nýjungagjarnir og vilja prófa eitthvað nýtt,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Plúsferða. Að auki er boðið upp á ferðir til Dublin, Madrídar og Rómar. Þetta árið eru Heimsferðir með borgarferðir til Barcelona, Prag, Budapest, Krakár í Póllandi og Ljubljana, en Heimsferðir bættu við aukaferð til Ljubljana vegna mikillar eftirspurnar. Terra Nova hefur ekki boðið upp á borgarferðir áður en nú er ferðaskrifstofan með ferðir á nýjar slóðir. „Við verðum með ferðir til Tallinn í Eistlandi og Vilníus í Litháen í október og nóvember en það eru ofboðslega fallegar borgir. Einnig verður ein ferð til Sofiu í Búlgaríu,“ segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Terra Nova. Icelandair er með borgarferðir á flesta áfangastaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðustu ár hafa verslunarferðir til Minneapolis verið mjög vinsælar á haustin. Expresss ferðir, dótturfyrirtæki Iceland Express, býður upp á borgarferðir til áfangastaða Iceland Express, það er að segja London, Kaupmannahafnar og Berlín, í haust. Ferðaskrifstofan býður upp á flug og gistingu en getur einnig skipulagt tónleikaferðir og aðrar menningarferðir eftir óskum fólks. „Svo voru julefrukost-ferðir til Kaupmannahafnar mjög vinsælar í fyrra, þær munu verða í nóvember og desember og við setjum það í sölu innan skammas. Þetta er helgarferð þar sem fólk fer eitt kvöld á veitingastað í julefrukost-kvöldverð,“ segir Bragi Hinrik Magnússon sölustjóri. „Svo munum við bjóða upp á hversdagsferðir svokallaðar en þá er farið í miðri viku, t.d. á þriðjudegi til fimmtudags á um þrjátíu þúsund með öllu,“ segir Bragi. Hægt verður að bóka ferðirnar á Expressferdir.is. Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag. Í ár verða ferðir til Zagreb, Ljubljana, Varsjár, Búdapest, Prag, Krakár, Tallinn og Vilníus í beinu leiguflugi. Hægt er að fá þriggja daga ferðir til þessara borga frá fjörutíu þúsundum miðað við mann í tvíbýli en eftir gæðum gistingar og landi hækkar verðið. Fyrir þá sem vilja heldur gamlar perlur Vestur-Evrópu er einnig boðið upp á hefðbundnar helgarferðir til staða á borð við Róm og Kaupmannahöfn, auk borga í Bandaríkjunum. Úrval Útsýn býður upp á fjölda borgarferða til gamalla og nýrra áfangastaða. „Það sem er nýtt er ferð til Zagreb í Króatíu og til Lúxemborgar í aðventuferð í nóvember. Einnig erum við með ferðir til Varsjár í september,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir framleiðslustjóri. Einnig eru ferðir til Dublin, Edinborgar, Madríd og Barcelona, auk Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Hjá Plúsferðum er einnig boðið upp á ferðir til Zagreb, Lúxemborgar og Varsjár og hefur selst vel í þær. „Þetta er tíminn, þegar kemur fram yfir verslunarmannahelgi vill fólk fara í borgarferð. Íslendingar eru mjög nýjungagjarnir og vilja prófa eitthvað nýtt,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Plúsferða. Að auki er boðið upp á ferðir til Dublin, Madrídar og Rómar. Þetta árið eru Heimsferðir með borgarferðir til Barcelona, Prag, Budapest, Krakár í Póllandi og Ljubljana, en Heimsferðir bættu við aukaferð til Ljubljana vegna mikillar eftirspurnar. Terra Nova hefur ekki boðið upp á borgarferðir áður en nú er ferðaskrifstofan með ferðir á nýjar slóðir. „Við verðum með ferðir til Tallinn í Eistlandi og Vilníus í Litháen í október og nóvember en það eru ofboðslega fallegar borgir. Einnig verður ein ferð til Sofiu í Búlgaríu,“ segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Terra Nova. Icelandair er með borgarferðir á flesta áfangastaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðustu ár hafa verslunarferðir til Minneapolis verið mjög vinsælar á haustin. Expresss ferðir, dótturfyrirtæki Iceland Express, býður upp á borgarferðir til áfangastaða Iceland Express, það er að segja London, Kaupmannahafnar og Berlín, í haust. Ferðaskrifstofan býður upp á flug og gistingu en getur einnig skipulagt tónleikaferðir og aðrar menningarferðir eftir óskum fólks. „Svo voru julefrukost-ferðir til Kaupmannahafnar mjög vinsælar í fyrra, þær munu verða í nóvember og desember og við setjum það í sölu innan skammas. Þetta er helgarferð þar sem fólk fer eitt kvöld á veitingastað í julefrukost-kvöldverð,“ segir Bragi Hinrik Magnússon sölustjóri. „Svo munum við bjóða upp á hversdagsferðir svokallaðar en þá er farið í miðri viku, t.d. á þriðjudegi til fimmtudags á um þrjátíu þúsund með öllu,“ segir Bragi. Hægt verður að bóka ferðirnar á Expressferdir.is.
Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira