Ráðherra segir stefna í sameiningu háskóla 14. ágúst 2006 08:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist. Rektor Kennaraháskólans segir að sameiningin verði hugsanlega 1. júlí 2008. Fundur vegna sameiningarinnar verður haldinn í menntamálaráðuneytinu í dag. Engin ákvörðun hefur verið tekin en skýrsla á vegum ráðuneytisins var unnin í byrjun sumars. Bæði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, litu þar jákvæðum augum á sameiningu skólanna. "Það stefnir allt í það að þessi sameining verði á meðan tónninn er svona jákvæður úr báðum háskólum. Við sjáum fram á að þetta verði til þess að styðja háskólakerfið," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Þetta er mjög viðamikið verkefni, tveir stórir og öflugir háskólar. Þetta verður ekkert gert í einum hvelli en við erum að stefna að þessu." Sameininguna bar fyrst á góma í skýrslu sem Páll Skúlason, þá rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé létu gera árið 2002 um mögulegar leiðir til að samhæfa betur kennslu og rannsóknir skólanna. Þar kom fram að sameining skólanna væri líklegri til að skila betri árangri þegar á heildina sé litið en samstarf þeirra. Ólafur segir tilganginn með sameiningu ekki vera að spara peninga heldur að efla þjónustu. "Sameining getur haft ýmis konar hagræðingu í för með sér og að áliti okkar þá er það möguleiki að nýta betur sérfræðiþekkingu í báðum skólunum. Við viljum bæta kennaramenntun og efla háskólastigið." Kristín Ingólfsdóttir segir hugmyndina að sameiningu ekki nýja sem slíka, hún hafi komið fram í skýrslunni sem gerð var árið 2002. "Skýrslan sem var unnin núna var aðallega til að draga fram kosti sameiningar og draga saman þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að ef til sameiningar kæmi. Viðbrögð beggja skólanna við sameiningu voru jákvæð. Við teljum að þetta geti styrkt mjög kennaramenntun og rannsóknir á sviði uppeldis- og kennslufræði." Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist. Rektor Kennaraháskólans segir að sameiningin verði hugsanlega 1. júlí 2008. Fundur vegna sameiningarinnar verður haldinn í menntamálaráðuneytinu í dag. Engin ákvörðun hefur verið tekin en skýrsla á vegum ráðuneytisins var unnin í byrjun sumars. Bæði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, litu þar jákvæðum augum á sameiningu skólanna. "Það stefnir allt í það að þessi sameining verði á meðan tónninn er svona jákvæður úr báðum háskólum. Við sjáum fram á að þetta verði til þess að styðja háskólakerfið," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Þetta er mjög viðamikið verkefni, tveir stórir og öflugir háskólar. Þetta verður ekkert gert í einum hvelli en við erum að stefna að þessu." Sameininguna bar fyrst á góma í skýrslu sem Páll Skúlason, þá rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé létu gera árið 2002 um mögulegar leiðir til að samhæfa betur kennslu og rannsóknir skólanna. Þar kom fram að sameining skólanna væri líklegri til að skila betri árangri þegar á heildina sé litið en samstarf þeirra. Ólafur segir tilganginn með sameiningu ekki vera að spara peninga heldur að efla þjónustu. "Sameining getur haft ýmis konar hagræðingu í för með sér og að áliti okkar þá er það möguleiki að nýta betur sérfræðiþekkingu í báðum skólunum. Við viljum bæta kennaramenntun og efla háskólastigið." Kristín Ingólfsdóttir segir hugmyndina að sameiningu ekki nýja sem slíka, hún hafi komið fram í skýrslunni sem gerð var árið 2002. "Skýrslan sem var unnin núna var aðallega til að draga fram kosti sameiningar og draga saman þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að ef til sameiningar kæmi. Viðbrögð beggja skólanna við sameiningu voru jákvæð. Við teljum að þetta geti styrkt mjög kennaramenntun og rannsóknir á sviði uppeldis- og kennslufræði."
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira