Fimm menn voru handteknir í Kópavogi á þriðjudagskvöld og aðfaranótt miðvikudags vegna þriggja fíkniefnamála. Öll málin komu upp við reglubundið umferðareftirlit.
Mennirnir fimm voru á aldrinum 18 til 20 ára og höfðu kannabisefni og e-töflur í fórum sínum. Talið er að um neysluskammta hafi verið að ræða í öllum tilvikum.
Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöðina í Kópavogi en sleppt að því loknu. Mál þeirra fara nú til ákæruvaldsins.