Með bitsár á hálsinum 12. ágúst 2006 09:15 vettvangur glæpsins Á þessum göngustíg var ráðist á tvítuga stúlku á leið til vinnu. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi falið sig í gróðrinum og beðið færis. MYND/Hrönn Rétt liðlega tvítug stúlka varð fyrir hrottafenginni árás á myrkvuðum göngustíg milli neðra Breiðholts og Fellahverfis um fjögurleytið aðfaranótt fimmtudags. Árásarmaðurinn réðst aftan að stúlkunni þar sem hún gekk, dró sjal sem stúlkan klæddist yfir höfuð hennar og skellti henni niður á jörðina. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn þá að afklæða stúlkuna og koma fram vilja sínum. Stúlkan veitti hetjulega mótspyrnu en í miðjum átökunum beit árásarmaðurinn stúlkuna í hálsinn svo að ljótt bitsár er eftir. Þá er stúlkan með áverka á baki eftir hné árásarmannsins og lemstruð á sál og líkama, að sögn aðstandenda. Áður en maðurinn hafði sig á brott rændi hann stúlkuna. Hann tók veski hennar, sem innihélt um fimm þúsund krónur í peningum, og farsíma. Stúlkan komst við illan leik á Select-bensínstöðina við Æsufell, þar sem afgreiðslufólk gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi hreiðrað um sig í rjóðri og beðið færis, en svæðið þar sem göngustígurinn liggur er mjög gróið og illa upplýst. Að sögn kunnugra var þetta einungis fjórða ferð stúlkunnar um göngustíginn, en hún hafði nýverið tekið íbúð á leigu í nágrenninu. Stúlkan var á leið til vinnu, en hún er bakaranemi í Breiðholtsbakaríi við Völvufell. „Hún var svo ánægð með nýju íbúðina og að hún gæti gengið í vinnuna og svo gerist eitthvað svona hræðilegt," segir Petrína Bergvinsdóttir, samstarfskona stúlkunnar í Breiðholtsbakaríi. Hún segir samstarfsfólk stúlkunnar felmtri slegið yfir atburðinum. „Við erum auðvitað allar í sjokki yfir þessu. Ég þarf sjálf að ganga í vinnuna og ég hef alltaf með mér regnhlíf hvernig sem viðrar, fyrir barefli ef eitthvað skyldi gerast. Miðað við það sem ég hef séð á gangi mínum í gegnum Elliðaárdalinn var bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona myndi gerast," segir Petrína. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina og að sögn lögreglu er fátt um vísbendingar og enginn grunaður um verknaðinn. Árásarmaðurinn gengur því enn laus. Innlent Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Rétt liðlega tvítug stúlka varð fyrir hrottafenginni árás á myrkvuðum göngustíg milli neðra Breiðholts og Fellahverfis um fjögurleytið aðfaranótt fimmtudags. Árásarmaðurinn réðst aftan að stúlkunni þar sem hún gekk, dró sjal sem stúlkan klæddist yfir höfuð hennar og skellti henni niður á jörðina. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn þá að afklæða stúlkuna og koma fram vilja sínum. Stúlkan veitti hetjulega mótspyrnu en í miðjum átökunum beit árásarmaðurinn stúlkuna í hálsinn svo að ljótt bitsár er eftir. Þá er stúlkan með áverka á baki eftir hné árásarmannsins og lemstruð á sál og líkama, að sögn aðstandenda. Áður en maðurinn hafði sig á brott rændi hann stúlkuna. Hann tók veski hennar, sem innihélt um fimm þúsund krónur í peningum, og farsíma. Stúlkan komst við illan leik á Select-bensínstöðina við Æsufell, þar sem afgreiðslufólk gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi hreiðrað um sig í rjóðri og beðið færis, en svæðið þar sem göngustígurinn liggur er mjög gróið og illa upplýst. Að sögn kunnugra var þetta einungis fjórða ferð stúlkunnar um göngustíginn, en hún hafði nýverið tekið íbúð á leigu í nágrenninu. Stúlkan var á leið til vinnu, en hún er bakaranemi í Breiðholtsbakaríi við Völvufell. „Hún var svo ánægð með nýju íbúðina og að hún gæti gengið í vinnuna og svo gerist eitthvað svona hræðilegt," segir Petrína Bergvinsdóttir, samstarfskona stúlkunnar í Breiðholtsbakaríi. Hún segir samstarfsfólk stúlkunnar felmtri slegið yfir atburðinum. „Við erum auðvitað allar í sjokki yfir þessu. Ég þarf sjálf að ganga í vinnuna og ég hef alltaf með mér regnhlíf hvernig sem viðrar, fyrir barefli ef eitthvað skyldi gerast. Miðað við það sem ég hef séð á gangi mínum í gegnum Elliðaárdalinn var bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona myndi gerast," segir Petrína. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina og að sögn lögreglu er fátt um vísbendingar og enginn grunaður um verknaðinn. Árásarmaðurinn gengur því enn laus.
Innlent Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent