Með bitsár á hálsinum 12. ágúst 2006 09:15 vettvangur glæpsins Á þessum göngustíg var ráðist á tvítuga stúlku á leið til vinnu. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi falið sig í gróðrinum og beðið færis. MYND/Hrönn Rétt liðlega tvítug stúlka varð fyrir hrottafenginni árás á myrkvuðum göngustíg milli neðra Breiðholts og Fellahverfis um fjögurleytið aðfaranótt fimmtudags. Árásarmaðurinn réðst aftan að stúlkunni þar sem hún gekk, dró sjal sem stúlkan klæddist yfir höfuð hennar og skellti henni niður á jörðina. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn þá að afklæða stúlkuna og koma fram vilja sínum. Stúlkan veitti hetjulega mótspyrnu en í miðjum átökunum beit árásarmaðurinn stúlkuna í hálsinn svo að ljótt bitsár er eftir. Þá er stúlkan með áverka á baki eftir hné árásarmannsins og lemstruð á sál og líkama, að sögn aðstandenda. Áður en maðurinn hafði sig á brott rændi hann stúlkuna. Hann tók veski hennar, sem innihélt um fimm þúsund krónur í peningum, og farsíma. Stúlkan komst við illan leik á Select-bensínstöðina við Æsufell, þar sem afgreiðslufólk gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi hreiðrað um sig í rjóðri og beðið færis, en svæðið þar sem göngustígurinn liggur er mjög gróið og illa upplýst. Að sögn kunnugra var þetta einungis fjórða ferð stúlkunnar um göngustíginn, en hún hafði nýverið tekið íbúð á leigu í nágrenninu. Stúlkan var á leið til vinnu, en hún er bakaranemi í Breiðholtsbakaríi við Völvufell. „Hún var svo ánægð með nýju íbúðina og að hún gæti gengið í vinnuna og svo gerist eitthvað svona hræðilegt," segir Petrína Bergvinsdóttir, samstarfskona stúlkunnar í Breiðholtsbakaríi. Hún segir samstarfsfólk stúlkunnar felmtri slegið yfir atburðinum. „Við erum auðvitað allar í sjokki yfir þessu. Ég þarf sjálf að ganga í vinnuna og ég hef alltaf með mér regnhlíf hvernig sem viðrar, fyrir barefli ef eitthvað skyldi gerast. Miðað við það sem ég hef séð á gangi mínum í gegnum Elliðaárdalinn var bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona myndi gerast," segir Petrína. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina og að sögn lögreglu er fátt um vísbendingar og enginn grunaður um verknaðinn. Árásarmaðurinn gengur því enn laus. Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Rétt liðlega tvítug stúlka varð fyrir hrottafenginni árás á myrkvuðum göngustíg milli neðra Breiðholts og Fellahverfis um fjögurleytið aðfaranótt fimmtudags. Árásarmaðurinn réðst aftan að stúlkunni þar sem hún gekk, dró sjal sem stúlkan klæddist yfir höfuð hennar og skellti henni niður á jörðina. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn þá að afklæða stúlkuna og koma fram vilja sínum. Stúlkan veitti hetjulega mótspyrnu en í miðjum átökunum beit árásarmaðurinn stúlkuna í hálsinn svo að ljótt bitsár er eftir. Þá er stúlkan með áverka á baki eftir hné árásarmannsins og lemstruð á sál og líkama, að sögn aðstandenda. Áður en maðurinn hafði sig á brott rændi hann stúlkuna. Hann tók veski hennar, sem innihélt um fimm þúsund krónur í peningum, og farsíma. Stúlkan komst við illan leik á Select-bensínstöðina við Æsufell, þar sem afgreiðslufólk gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi hreiðrað um sig í rjóðri og beðið færis, en svæðið þar sem göngustígurinn liggur er mjög gróið og illa upplýst. Að sögn kunnugra var þetta einungis fjórða ferð stúlkunnar um göngustíginn, en hún hafði nýverið tekið íbúð á leigu í nágrenninu. Stúlkan var á leið til vinnu, en hún er bakaranemi í Breiðholtsbakaríi við Völvufell. „Hún var svo ánægð með nýju íbúðina og að hún gæti gengið í vinnuna og svo gerist eitthvað svona hræðilegt," segir Petrína Bergvinsdóttir, samstarfskona stúlkunnar í Breiðholtsbakaríi. Hún segir samstarfsfólk stúlkunnar felmtri slegið yfir atburðinum. „Við erum auðvitað allar í sjokki yfir þessu. Ég þarf sjálf að ganga í vinnuna og ég hef alltaf með mér regnhlíf hvernig sem viðrar, fyrir barefli ef eitthvað skyldi gerast. Miðað við það sem ég hef séð á gangi mínum í gegnum Elliðaárdalinn var bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona myndi gerast," segir Petrína. Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við árásina og að sögn lögreglu er fátt um vísbendingar og enginn grunaður um verknaðinn. Árásarmaðurinn gengur því enn laus.
Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira