Vantar fleiri Sæluvikur 12. ágúst 2006 06:00 Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Húnvetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erlingur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðsins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar. Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira
Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Húnvetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erlingur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðsins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar.
Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira