Til skoðunar að heimila hvalveiðar 12. ágúst 2006 07:45 Sjávarútvegsráðuneytið er að kanna möguleikann á því að heimila á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé komið á rekspöl. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin. Meiri líkur eru á því að mjög takmarkaðar atvinnuveiðar á hrefnu verði leyfðar í haust en á stórhvölum. Ef veiði á stórhvölum yrði leyfð yrði aðeins um örfá dýr að ræða. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að starfsmenn ráðuneytisins velti fyrir sér ýmsum möguleikum en ekki sé búið að taka neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að það komi inn á borð hennar á næstunni. Árið 2002 þegar Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið, eftir að hafa gengið úr því tíu árum áður, skuldbundu þeir sig til þess að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Stefán segir að nú séu Íslendingar ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. „Við höfum þjóðréttarlegan rétt til þess að hefja hvalveiðar en það er ekki þar með sagt að við byrjum veiðar um leið og við megum það. Takmörkunin var annars vegar fólgin í því að við myndum ekki byrja veiðar fyrir 1. janúar 2006 og hins vegar ekki á meðan það væri framgangur í viðræðum um endurskoðun stjórnkerfis hvalveiðiráðsins. Þeim framgangi lauk á ársfundinum fyrir rúmu ári síðan.“ Hvalveiðar voru stundaðar við Ísland allt til ársins 1989, þegar hvalveiðibann tók gildi. Árið 2003 hófust hrefnuveiðar í vísindaskyni við strendur landsins og í ár var kvótinn fimmtíu dýr. Veiðitímabilinu lýkur á mánudaginn og að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, höfðu í gær veiðst 45 hrefnur. Hann segir að sér lítist vel á það að heimila veiðar í atvinnuskyni á ný. „Ég fagna því ef það verður reyndin. Í sumar höfum við veitt tæplega fimmtíu dýr og mikil eftirspurn er eftir kjötinu. Markaðurinn er því sannarlega fyrir hendi.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið. Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Sjávarútvegsráðuneytið er að kanna möguleikann á því að heimila á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé komið á rekspöl. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin. Meiri líkur eru á því að mjög takmarkaðar atvinnuveiðar á hrefnu verði leyfðar í haust en á stórhvölum. Ef veiði á stórhvölum yrði leyfð yrði aðeins um örfá dýr að ræða. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að starfsmenn ráðuneytisins velti fyrir sér ýmsum möguleikum en ekki sé búið að taka neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að það komi inn á borð hennar á næstunni. Árið 2002 þegar Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið, eftir að hafa gengið úr því tíu árum áður, skuldbundu þeir sig til þess að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Stefán segir að nú séu Íslendingar ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. „Við höfum þjóðréttarlegan rétt til þess að hefja hvalveiðar en það er ekki þar með sagt að við byrjum veiðar um leið og við megum það. Takmörkunin var annars vegar fólgin í því að við myndum ekki byrja veiðar fyrir 1. janúar 2006 og hins vegar ekki á meðan það væri framgangur í viðræðum um endurskoðun stjórnkerfis hvalveiðiráðsins. Þeim framgangi lauk á ársfundinum fyrir rúmu ári síðan.“ Hvalveiðar voru stundaðar við Ísland allt til ársins 1989, þegar hvalveiðibann tók gildi. Árið 2003 hófust hrefnuveiðar í vísindaskyni við strendur landsins og í ár var kvótinn fimmtíu dýr. Veiðitímabilinu lýkur á mánudaginn og að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, höfðu í gær veiðst 45 hrefnur. Hann segir að sér lítist vel á það að heimila veiðar í atvinnuskyni á ný. „Ég fagna því ef það verður reyndin. Í sumar höfum við veitt tæplega fimmtíu dýr og mikil eftirspurn er eftir kjötinu. Markaðurinn er því sannarlega fyrir hendi.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið.
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira