Heiðarlega löggan sem vill breyta rétt 12. ágúst 2006 06:30 Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, komst í hann krappann í vikunni þegar það kom í hans hlut að verja aðgerðir lögreglunnar, sem þótti ganga full vasklega fram í aðgerðum sínum gegn mótmælendum við Kárahnjúka. Mótmælendur vönduðu Óskari og hans mönnum ekki kveðjurnar í fjölmiðlum og sökuðu lögregluna um að hafa beitt friðsamlega mótmælendur ofbeldi og einn úr hópi Íslandsvina fullyrti að Óskar hefði ekið á sig við fjölskyldubúðir nálægt Kárahnjúkavirkjun. Óskar hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagði manninn sem var ekið var á hafa sýnt ógnandi hegðun. Í viðtali við Fréttablaðið um síðastu helgi neitaði Óskar því að mótmælendur hefðu verið beittir harðræði og sagði aðgerðir lögreglu hafa verið réttmætar. Óskari rann þó eitthvað í skap öllum atganginum og á myndbroti sem sýnt var í Sjónvarpinu sást hann stugga við myndatökumanni Sjónvarpsins þar sem verið var að mynda mótmælendur og lögreglumenn á lóð lögreglustöðvarinnar á Egilsstöðum. Óskar viðurkenndi síðar að þar hafi hann gengið of langt og baðst afsökunnar á framkomu sinni. Í framhaldinu mætti hann í Kastljós Sjónvarpsins og skýrði sína hlið á málinu. Fyrrum samstarfsfélagi í lögreglunni Óskars segir hann traustan og samviskusaman félaga og vinnufélaga sem vilji gera rétt. Óskar þykir fastur fyrir, öflugur og maður stórra verka. Þá er hann saður varkár og athugull og að hann gæti þess að vera ætíð með allt á hreinu í leik og starfi. Vinir Óskars líkja honum við klett í hafi og að hann hreinn og beinn í samskiptum, heiðarlegur og sansögull. Óskar er fæddur í Reykjavík árið 1956 og byrjaði að starfa við löggæslu árið 1975 og hefur starfað innan hennar allar götur síðan ef frá er talið árið 1986-1987. Óskar tók við starfi yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum fyrir ári síðan en hann hafði áður starfað þar um nokkurra mánaða skeið árið 1995. Sem barn var Óskar sex sumur í sveit á Hvanná á Jökuldal þannig að segja má að rætur hans megi að einhverju leyti rekja til Austurlands. Af fyrri störfum Óskars má nefna að hann hefur bæði starfað í almennri deild lögreglunnar og einnig í slysarannsóknardeild, þá var hann í afleysingum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1982. Óskar hefur verið ötull í félags- og trúnaðarmálum innan lögreglunnar og unnið mikið starf fyrir lögregluna í gegnum tíðina. Hann er í stjórn Íþróttafélags lögreglunnar í Reykjavík og hefur gegnt starfi formanns Landssambands lögreglumanna. Óskar ólst upp í hópi sex systkina í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík og lét snemma að sér kveða við það að fanga dúfur og byggja dúfna- og kanínukofa. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er systir Óskars og hún segir hann alltaf hafa verið hugmyndaríkan og framtakssaman og vanda til verka í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Óskar er frændrækinn mjög og er upphafsmaður Bjartmarz-golfmótsins þar sem ættingjar á öllum aldri koma saman og etja kappi á golfvellinum. Jónína segir að í ljósi þess hversu þéttur bróðir hennar sé á velli sé ekki að undra að hann hafi rekið sig utan í myndatökumann Sjónvarpsins fyrr í vikunni. Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum, komst í hann krappann í vikunni þegar það kom í hans hlut að verja aðgerðir lögreglunnar, sem þótti ganga full vasklega fram í aðgerðum sínum gegn mótmælendum við Kárahnjúka. Mótmælendur vönduðu Óskari og hans mönnum ekki kveðjurnar í fjölmiðlum og sökuðu lögregluna um að hafa beitt friðsamlega mótmælendur ofbeldi og einn úr hópi Íslandsvina fullyrti að Óskar hefði ekið á sig við fjölskyldubúðir nálægt Kárahnjúkavirkjun. Óskar hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagði manninn sem var ekið var á hafa sýnt ógnandi hegðun. Í viðtali við Fréttablaðið um síðastu helgi neitaði Óskar því að mótmælendur hefðu verið beittir harðræði og sagði aðgerðir lögreglu hafa verið réttmætar. Óskari rann þó eitthvað í skap öllum atganginum og á myndbroti sem sýnt var í Sjónvarpinu sást hann stugga við myndatökumanni Sjónvarpsins þar sem verið var að mynda mótmælendur og lögreglumenn á lóð lögreglustöðvarinnar á Egilsstöðum. Óskar viðurkenndi síðar að þar hafi hann gengið of langt og baðst afsökunnar á framkomu sinni. Í framhaldinu mætti hann í Kastljós Sjónvarpsins og skýrði sína hlið á málinu. Fyrrum samstarfsfélagi í lögreglunni Óskars segir hann traustan og samviskusaman félaga og vinnufélaga sem vilji gera rétt. Óskar þykir fastur fyrir, öflugur og maður stórra verka. Þá er hann saður varkár og athugull og að hann gæti þess að vera ætíð með allt á hreinu í leik og starfi. Vinir Óskars líkja honum við klett í hafi og að hann hreinn og beinn í samskiptum, heiðarlegur og sansögull. Óskar er fæddur í Reykjavík árið 1956 og byrjaði að starfa við löggæslu árið 1975 og hefur starfað innan hennar allar götur síðan ef frá er talið árið 1986-1987. Óskar tók við starfi yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum fyrir ári síðan en hann hafði áður starfað þar um nokkurra mánaða skeið árið 1995. Sem barn var Óskar sex sumur í sveit á Hvanná á Jökuldal þannig að segja má að rætur hans megi að einhverju leyti rekja til Austurlands. Af fyrri störfum Óskars má nefna að hann hefur bæði starfað í almennri deild lögreglunnar og einnig í slysarannsóknardeild, þá var hann í afleysingum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1982. Óskar hefur verið ötull í félags- og trúnaðarmálum innan lögreglunnar og unnið mikið starf fyrir lögregluna í gegnum tíðina. Hann er í stjórn Íþróttafélags lögreglunnar í Reykjavík og hefur gegnt starfi formanns Landssambands lögreglumanna. Óskar ólst upp í hópi sex systkina í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík og lét snemma að sér kveða við það að fanga dúfur og byggja dúfna- og kanínukofa. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra er systir Óskars og hún segir hann alltaf hafa verið hugmyndaríkan og framtakssaman og vanda til verka í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Óskar er frændrækinn mjög og er upphafsmaður Bjartmarz-golfmótsins þar sem ættingjar á öllum aldri koma saman og etja kappi á golfvellinum. Jónína segir að í ljósi þess hversu þéttur bróðir hennar sé á velli sé ekki að undra að hann hafi rekið sig utan í myndatökumann Sjónvarpsins fyrr í vikunni.
Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira